Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Ólafur Stephensen skrifar 11. mars 2022 13:00 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. Skipt um skilti í Vilníus Ákvarðanir um slíkt hafa nú þegar verið teknar í nokkrum höfuðborgum. Í Ósló í Noregi stendur rússneska sendiráðið nú við Úkraínutorg, Í Tirana í Albaníu verður heimilisfang rússneska sendiherrans Frjáls Úkraína. Í Vilníus í Litháen er götuheitið Gata úkraínsku hetjanna – og búið að breyta skiltunum. Í Riga í Lettlandi mun sendiráð herraþjóðarinnar fyrrverandi standa við Götu sjálfstæðrar Úkraínu. Í sumum tilvikum hefur verið tiltekið sérstaklega að póstþjónustan í viðkomandi borgum muni ekki bera út bréf eða pakka á gamla heimilisfangið. Tillögur um nafnbreytingar eru til umræðu í fleiri borgum. Þannig hafa Frjálslyndir demókratar í Bretlandi beint þeirri tillögu til hverfisstjórnar Kensington og Chelsea í London að nafni Kensington Palace Gardens, þar sem rússneska sendiráðið stendur, verði breytt í Zelenskí-breiðgötu, til heiðurs forseta Úkraínu. Í Dublin, höfuðborg Írlands, hefur tillaga um að breyta nafni Orwell Road, þar sem stjórn Pútíns starfrækir sendiráðs, í Götu sjálfstæðrar Úkraínu verið samþykkt í undirnefnd borgarstjórnar, en nafnbreytingin bíður niðurstöðu samráðs við íbúa götunnar. Í Danmörku hefur Jakob Ellemann-Jensen, formaður Vinstriflokksins, lagt til að nafni Kristianiu-götu, sem rússneska sendiráðið stendur við, verði breytt í Úkraínugötu. Einn af borgarstjórum Kaupmannahafnar, Line Barfoed frá Einingarlistanum, tekur undir tillöguna og hefur beðið stjórnsýslu borgarinnar að vinna málið hratt. „Mér finnst þetta liggja í augum uppi, því að við eigum á allan hugsanlegan máta að sýna andstöðu okkar við hina skelfilegu og óskiljanlegu innrás Rússa,“ skrifaði Barfoed í yfirlýsingu. Hálfkák í Reykjavík Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði lögðu á miðvikudaginn fram tillögu um að nafnanefnd borgarinnar yrði falið að „breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.“ Á fundi ráðsins var tillögunni breytt og eftirfarandi samþykkt: „Nafnanefnd er falið að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs.“ Þessi lufsulega samþykkt er tómt hálfkák. Það kemur ekki annað til greina en að breyta nafni götunnar þar sem sendiráð Rússlands hefur skráð heimilisfang og hefur ekkert upp á sig að eyða tíma í annað. Rússland á reyndar sendiráðsbyggingar bæði við Garðastræti og Túngötu – til öryggis mætti breyta nafni beggja. Í samþykktinni eru ekki einu sinni sett tímamörk á það hvenær nafnanefndin á að skila tillögum til skipulagsráðs, sem þarf svo væntanlega að velja úr þeim og gera tillögu til borgarstjórnar. Borgaryfirvöld í Reykjavík, rétt eins og í öðrum höfuðborgum Evrópuríkja sem taldar eru upp hér að ofan, eiga að bregðast hratt og ákveðið við og samþykkja sem allra fyrst að breyta nafni Garðastrætis, þar sem sendiráð Rússneska sambandsríkisins er skráð til heimilis í húsi nr. 33. Hin nýja nafngift götunnar á að senda stjórn Vladimírs Pútíns þau skýru skilaboð að borgarbúar í Reykjavík, rétt eins og allur almenningur í lýðræðisríkjum um allan heim, mótmæli innrásinni í Úkraínu 24. febrúar og þeim glæpum, sem síðan hafa verið framdir í nafni Rússneska sambandsríkisins í landinu. Í þessu samhengi má rifja upp að ótal dæmi eru um að götur séu endurnefndar í Reykjavík. Góð breyting var til dæmis gerð árið 2010, þegar götuheitum í Túnunum í Reykjavík var breytt til að heiðra forvígiskonur kvenréttindabaráttu í borginni. Þeim áformum var hrint í framkvæmd, jafnvel þótt eigendur sumra fasteigna við þessar götur andmæltu þeim. Borgarstjórinn gyrði sig í brók Af hverju hefur ekki heyrzt bofs frá borgarstjóranum í Reykjavík vegna þessa máls? Hann á að gyrða sig í brók og hafa forystu um að þetta mál verði klárað hratt. Þeir sem þekkja til stjórnsýslu Reykjavíkurborgar vita að hún vinnur yfirleitt á hraða snigilsins, en nú er tækifæri til að slá í klárinn. Gera má ráð fyrir yfirgnæfandi stuðningi íbúa í Reykjavík við þau táknrænu mótmæli, sem í nafnbreytingunni felast. Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33. Væri sú lína ekki við hæfi á nafnspjaldi Míkhaíls Noskov, sendiherra Rússneska sambandsríkisins? Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og fjölskyldufaðir í Smáíbúðahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Borgarstjórn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Rússar sem vilja frið og litlir karlar í Kreml Undanfarna daga hefur mér orðið hugsað til samtals sem ég átti á bekk í sólríkum garði í litlu þorpi skammt frá Moskvu í ágúst 1991, nokkrum mánuðum áður en Sovétríkin liðu undir lok. 7. mars 2022 09:30 Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. Skipt um skilti í Vilníus Ákvarðanir um slíkt hafa nú þegar verið teknar í nokkrum höfuðborgum. Í Ósló í Noregi stendur rússneska sendiráðið nú við Úkraínutorg, Í Tirana í Albaníu verður heimilisfang rússneska sendiherrans Frjáls Úkraína. Í Vilníus í Litháen er götuheitið Gata úkraínsku hetjanna – og búið að breyta skiltunum. Í Riga í Lettlandi mun sendiráð herraþjóðarinnar fyrrverandi standa við Götu sjálfstæðrar Úkraínu. Í sumum tilvikum hefur verið tiltekið sérstaklega að póstþjónustan í viðkomandi borgum muni ekki bera út bréf eða pakka á gamla heimilisfangið. Tillögur um nafnbreytingar eru til umræðu í fleiri borgum. Þannig hafa Frjálslyndir demókratar í Bretlandi beint þeirri tillögu til hverfisstjórnar Kensington og Chelsea í London að nafni Kensington Palace Gardens, þar sem rússneska sendiráðið stendur, verði breytt í Zelenskí-breiðgötu, til heiðurs forseta Úkraínu. Í Dublin, höfuðborg Írlands, hefur tillaga um að breyta nafni Orwell Road, þar sem stjórn Pútíns starfrækir sendiráðs, í Götu sjálfstæðrar Úkraínu verið samþykkt í undirnefnd borgarstjórnar, en nafnbreytingin bíður niðurstöðu samráðs við íbúa götunnar. Í Danmörku hefur Jakob Ellemann-Jensen, formaður Vinstriflokksins, lagt til að nafni Kristianiu-götu, sem rússneska sendiráðið stendur við, verði breytt í Úkraínugötu. Einn af borgarstjórum Kaupmannahafnar, Line Barfoed frá Einingarlistanum, tekur undir tillöguna og hefur beðið stjórnsýslu borgarinnar að vinna málið hratt. „Mér finnst þetta liggja í augum uppi, því að við eigum á allan hugsanlegan máta að sýna andstöðu okkar við hina skelfilegu og óskiljanlegu innrás Rússa,“ skrifaði Barfoed í yfirlýsingu. Hálfkák í Reykjavík Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði lögðu á miðvikudaginn fram tillögu um að nafnanefnd borgarinnar yrði falið að „breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.“ Á fundi ráðsins var tillögunni breytt og eftirfarandi samþykkt: „Nafnanefnd er falið að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs.“ Þessi lufsulega samþykkt er tómt hálfkák. Það kemur ekki annað til greina en að breyta nafni götunnar þar sem sendiráð Rússlands hefur skráð heimilisfang og hefur ekkert upp á sig að eyða tíma í annað. Rússland á reyndar sendiráðsbyggingar bæði við Garðastræti og Túngötu – til öryggis mætti breyta nafni beggja. Í samþykktinni eru ekki einu sinni sett tímamörk á það hvenær nafnanefndin á að skila tillögum til skipulagsráðs, sem þarf svo væntanlega að velja úr þeim og gera tillögu til borgarstjórnar. Borgaryfirvöld í Reykjavík, rétt eins og í öðrum höfuðborgum Evrópuríkja sem taldar eru upp hér að ofan, eiga að bregðast hratt og ákveðið við og samþykkja sem allra fyrst að breyta nafni Garðastrætis, þar sem sendiráð Rússneska sambandsríkisins er skráð til heimilis í húsi nr. 33. Hin nýja nafngift götunnar á að senda stjórn Vladimírs Pútíns þau skýru skilaboð að borgarbúar í Reykjavík, rétt eins og allur almenningur í lýðræðisríkjum um allan heim, mótmæli innrásinni í Úkraínu 24. febrúar og þeim glæpum, sem síðan hafa verið framdir í nafni Rússneska sambandsríkisins í landinu. Í þessu samhengi má rifja upp að ótal dæmi eru um að götur séu endurnefndar í Reykjavík. Góð breyting var til dæmis gerð árið 2010, þegar götuheitum í Túnunum í Reykjavík var breytt til að heiðra forvígiskonur kvenréttindabaráttu í borginni. Þeim áformum var hrint í framkvæmd, jafnvel þótt eigendur sumra fasteigna við þessar götur andmæltu þeim. Borgarstjórinn gyrði sig í brók Af hverju hefur ekki heyrzt bofs frá borgarstjóranum í Reykjavík vegna þessa máls? Hann á að gyrða sig í brók og hafa forystu um að þetta mál verði klárað hratt. Þeir sem þekkja til stjórnsýslu Reykjavíkurborgar vita að hún vinnur yfirleitt á hraða snigilsins, en nú er tækifæri til að slá í klárinn. Gera má ráð fyrir yfirgnæfandi stuðningi íbúa í Reykjavík við þau táknrænu mótmæli, sem í nafnbreytingunni felast. Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33. Væri sú lína ekki við hæfi á nafnspjaldi Míkhaíls Noskov, sendiherra Rússneska sambandsríkisins? Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og fjölskyldufaðir í Smáíbúðahverfinu.
Rússar sem vilja frið og litlir karlar í Kreml Undanfarna daga hefur mér orðið hugsað til samtals sem ég átti á bekk í sólríkum garði í litlu þorpi skammt frá Moskvu í ágúst 1991, nokkrum mánuðum áður en Sovétríkin liðu undir lok. 7. mars 2022 09:30
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar