Opnum stríðshrjáðu flóttafólki hlýjan faðm Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. mars 2022 19:31 Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð. Umfangsmikillar aðstoðar er þörf Margt þessa stríðshrjáða fólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Þannig getum við átt von á allt að 200 úkraínskum börnum Reykjavíkur innan tíðar. Nú þegar hafa borgarbúar, einkaaðilar og fyrirtæki, sem hafa laust húsnæði eða aukarými, boðið stórum hópi flóttamanna húsnæði í Reykjavík. Þak yfir höfuðið er auðvitað frumskilyrði. Þess vegna er spurt hvort Reykjavíkurborg geti lagt til húsnæði sem allra fyrst en mikill húsnæðisskortur er nú í borginni. Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir og í miklu áfalli. Þeir þarfnast tafarlausrar áfallahjálpar og persónulegrar, einstaklingsmiðaðrar aðstoðar fagfólks. Fólkið þarf líka fjárhagsaðstoð til að geta keypt sér mat og aðrar nauðsynjar. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Afar mikilvægt að þau geti farið að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi í öruggum aðstæðum sem allra fyrst til að endurheimta hugarró. Nú verður Reykjavíkurborg að standa sig Ég óska eftir því að fram fari ítarleg umræða í borgarstjórn um hvernig Reykjavíkurborg ætlar að haga fjölþættri og yfirgripsmikilli aðstoð sinni við flóttamennina og börnin þeirra. Þessi umræða er mjög brýn nú ekki síst í ljósi þess að nú þegar eru langir biðlistar eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík og biðlistinn eftir félagslegu og sértæku húsnæði er langur. Nú bætist við stór hópur flóttamanna í mikilli þörf og þessu fólki má Reykjavík ekki bregðast. Á sama tíma er ekki hægt að ætlast til að þeim sem beðið hafa vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu, börnum, öryrkjum, fátækum, heimilislausum og eldra fólki, verði ýtt til hliðar og þau látin bíða enn lengur. Þess vegna er ekki seinna vænna að Reykjavíkurborg setji sig í stellingar og hugsi þessi mál upp á nýtt. Sú staða sem komin er upp kallar á endurskoðun á fjölmörgu ekki síst hvernig útdeila á fjármagni. Kallað er eftir nýrri hugsun og nýrri nálgun sem setur fólk í fyrsta sæti en sópar ekki vandamálum undir teppið. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Flokkur fólksins Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð. Umfangsmikillar aðstoðar er þörf Margt þessa stríðshrjáða fólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Þannig getum við átt von á allt að 200 úkraínskum börnum Reykjavíkur innan tíðar. Nú þegar hafa borgarbúar, einkaaðilar og fyrirtæki, sem hafa laust húsnæði eða aukarými, boðið stórum hópi flóttamanna húsnæði í Reykjavík. Þak yfir höfuðið er auðvitað frumskilyrði. Þess vegna er spurt hvort Reykjavíkurborg geti lagt til húsnæði sem allra fyrst en mikill húsnæðisskortur er nú í borginni. Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir og í miklu áfalli. Þeir þarfnast tafarlausrar áfallahjálpar og persónulegrar, einstaklingsmiðaðrar aðstoðar fagfólks. Fólkið þarf líka fjárhagsaðstoð til að geta keypt sér mat og aðrar nauðsynjar. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Afar mikilvægt að þau geti farið að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi í öruggum aðstæðum sem allra fyrst til að endurheimta hugarró. Nú verður Reykjavíkurborg að standa sig Ég óska eftir því að fram fari ítarleg umræða í borgarstjórn um hvernig Reykjavíkurborg ætlar að haga fjölþættri og yfirgripsmikilli aðstoð sinni við flóttamennina og börnin þeirra. Þessi umræða er mjög brýn nú ekki síst í ljósi þess að nú þegar eru langir biðlistar eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík og biðlistinn eftir félagslegu og sértæku húsnæði er langur. Nú bætist við stór hópur flóttamanna í mikilli þörf og þessu fólki má Reykjavík ekki bregðast. Á sama tíma er ekki hægt að ætlast til að þeim sem beðið hafa vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu, börnum, öryrkjum, fátækum, heimilislausum og eldra fólki, verði ýtt til hliðar og þau látin bíða enn lengur. Þess vegna er ekki seinna vænna að Reykjavíkurborg setji sig í stellingar og hugsi þessi mál upp á nýtt. Sú staða sem komin er upp kallar á endurskoðun á fjölmörgu ekki síst hvernig útdeila á fjármagni. Kallað er eftir nýrri hugsun og nýrri nálgun sem setur fólk í fyrsta sæti en sópar ekki vandamálum undir teppið. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar