Efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið þó Rússar notuðu efnavopn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:10 Baldur Þórhallsson segir árásina skammt frá landamærum Póllands ekki hafa komið á óvart. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið í Úkraínu ef Rússar myndu beita þar efnavopnum. Það þyrfti meira til að NATO færi í allsherjarstríð við Rússland. Minnst 35 eru látnir og 134 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Loftárásin var gerð snemma í morgun en að sögn erlendra miðla virðist þetta vera í fyrsta skipti frá innrás Rússa sem ráðist er á svæði svo vestarlega í Úkraínu. Herstöðin er í aðeins 25 kílómetra fjarlægð frá landamærum Póllands, sem er eitt NATO-ríkjanna, en hún hefur í gegn um tíðina verið notuð við herþjálfun sem ýmis NATO-ríki hafa komið að. „Þessi árás í nótt hún þýðir stigmögnun átakanna sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Nú eru átökin að færast í vesturátt að landamærum Úkraínu í vestri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Munu ráðast á birgðaflutningavélar NATO-ríkja Birgðaflutningar NATO-ríkjanna til Úkraínumanna hafa auðvitað komið í gegn um vesturhlutann. Rússar hafa gefið það út síðustu daga að þeir muni beina spjótum sínum að birgðaflutningunum og varað NATO-ríkin við því að flutningavélar þeirra til Úkraínu gætu verið skotnar niður. Baldur telur ekki að þetta muni hafa áhrif á afstöðu NATO-ríkjanna til átakanna. „Svo lengi sem rússneski herinn heldur sig frá því að senda sprengjur yfir landamærin og inn í NATO-ríki þá held ég að þetta leiði ekki til stigmögnunar átakanna á milli annars vegar NATO og hins vegar rússneska hersins,“ segir Baldur Hann segir NATO fullmeðvitað um að ef það myndi fara að blanda sér með beinum hætti inn í stríðsátökin myndi það hafa í för með sér allsherjarstríð milli Rússlands og NATO. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan: Eintómar hótanir í Sýrlandi Forseti Póllands sagði nýverið að ef Rússar færu að beita efnavopnum í Úkraínu þyrfti NATO að endurhugsa afstöðu sína. Baldur efast þó um að það hefði áhrif. „Það sýndi sig sko að NATO og Bandaríkin sögðust ætla að bregðast við efnavopnum í Sýrlandi. Þau sögðust ætla að bregðast við en gerðu ekkert. Ég sé ekki endilega að þeir muni frekar eitthvað bregðast við í Úkraínu,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Minnst 35 eru látnir og 134 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Loftárásin var gerð snemma í morgun en að sögn erlendra miðla virðist þetta vera í fyrsta skipti frá innrás Rússa sem ráðist er á svæði svo vestarlega í Úkraínu. Herstöðin er í aðeins 25 kílómetra fjarlægð frá landamærum Póllands, sem er eitt NATO-ríkjanna, en hún hefur í gegn um tíðina verið notuð við herþjálfun sem ýmis NATO-ríki hafa komið að. „Þessi árás í nótt hún þýðir stigmögnun átakanna sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Nú eru átökin að færast í vesturátt að landamærum Úkraínu í vestri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Munu ráðast á birgðaflutningavélar NATO-ríkja Birgðaflutningar NATO-ríkjanna til Úkraínumanna hafa auðvitað komið í gegn um vesturhlutann. Rússar hafa gefið það út síðustu daga að þeir muni beina spjótum sínum að birgðaflutningunum og varað NATO-ríkin við því að flutningavélar þeirra til Úkraínu gætu verið skotnar niður. Baldur telur ekki að þetta muni hafa áhrif á afstöðu NATO-ríkjanna til átakanna. „Svo lengi sem rússneski herinn heldur sig frá því að senda sprengjur yfir landamærin og inn í NATO-ríki þá held ég að þetta leiði ekki til stigmögnunar átakanna á milli annars vegar NATO og hins vegar rússneska hersins,“ segir Baldur Hann segir NATO fullmeðvitað um að ef það myndi fara að blanda sér með beinum hætti inn í stríðsátökin myndi það hafa í för með sér allsherjarstríð milli Rússlands og NATO. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan: Eintómar hótanir í Sýrlandi Forseti Póllands sagði nýverið að ef Rússar færu að beita efnavopnum í Úkraínu þyrfti NATO að endurhugsa afstöðu sína. Baldur efast þó um að það hefði áhrif. „Það sýndi sig sko að NATO og Bandaríkin sögðust ætla að bregðast við efnavopnum í Sýrlandi. Þau sögðust ætla að bregðast við en gerðu ekkert. Ég sé ekki endilega að þeir muni frekar eitthvað bregðast við í Úkraínu,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira