Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2022 13:03 Húsakostur skólans á Reykjum er ekki upp á marga fiska eins og sjá má hér. Aðsend Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, sem stofnaður var 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er svo komið að nemendur og starfsmenn á Reykjum vilja fara undan hatti Landbúnaðarháskólans þannig að skólinn geti orðið sjálfstæður á ný og fari þá ekki heldur undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Snjólaug María Jónsdóttir er nemandi á skrúðgarðyrkjubraut skólans. „Málið er allur húsakostur skólans, það er það sem við erum að þrýsta á, að það verði gengið frá því hvað verði um húsin, eiga þau að fylgja skólanum eða verða þau áfram undir Landbúnaðarháskóla Íslands?,“ segir Snjólaug. Snjólaug María Jónsdóttir, nemandi skólans, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir málþinginu á Reykjum laugardaginn 19. mars. Hún mun útskrifast úr skólanum í vor.Einkasafn Snjólaug segir að ef verknámsaðstaðan á Reykjum og gróðurhúsin fylgi ekki skólanum fari hann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands þá séu nemendur í slæmum málum, þá sé ekkert verknám í boði, því skólinn á Selfossi hafi enga þannig aðstöðu eins og gróðurhús. „Óvissan er alveg svakaleg og fer rosalega illa í nemendur, starfsfólk og kennara. Það veit engin hvað verður. Erum við að mæta í Garðyrkjuskólann aftur í haust eins og hann er eða verða breytingarnar jafnvel það miklar að þetta gangi ekki upp. Það í rauninni veit engin neitt í augnablikinu.“ Af þeirri ástæðu hafa nemendur skólans, sem eru 116 í dag, bæði í fjarnámi og staðarnámi boðað til málþings laugardaginn 19. mars á Reykjum um framtíð skólans. „Okkur vantar bara hjálp að fá stuðning fyrir því að þetta fari í gegn og að garðyrkjunám á Íslandi haldi sínum húsum og sínu svæði og við getum eflt það,“ segir Snjólaug. Garðyrkjuskólinn hefur verið undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2005. Áður var hann sjálfstæður skóli í 66 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Skóla - og menntamál Landbúnaður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, sem stofnaður var 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er svo komið að nemendur og starfsmenn á Reykjum vilja fara undan hatti Landbúnaðarháskólans þannig að skólinn geti orðið sjálfstæður á ný og fari þá ekki heldur undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Snjólaug María Jónsdóttir er nemandi á skrúðgarðyrkjubraut skólans. „Málið er allur húsakostur skólans, það er það sem við erum að þrýsta á, að það verði gengið frá því hvað verði um húsin, eiga þau að fylgja skólanum eða verða þau áfram undir Landbúnaðarháskóla Íslands?,“ segir Snjólaug. Snjólaug María Jónsdóttir, nemandi skólans, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir málþinginu á Reykjum laugardaginn 19. mars. Hún mun útskrifast úr skólanum í vor.Einkasafn Snjólaug segir að ef verknámsaðstaðan á Reykjum og gróðurhúsin fylgi ekki skólanum fari hann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands þá séu nemendur í slæmum málum, þá sé ekkert verknám í boði, því skólinn á Selfossi hafi enga þannig aðstöðu eins og gróðurhús. „Óvissan er alveg svakaleg og fer rosalega illa í nemendur, starfsfólk og kennara. Það veit engin hvað verður. Erum við að mæta í Garðyrkjuskólann aftur í haust eins og hann er eða verða breytingarnar jafnvel það miklar að þetta gangi ekki upp. Það í rauninni veit engin neitt í augnablikinu.“ Af þeirri ástæðu hafa nemendur skólans, sem eru 116 í dag, bæði í fjarnámi og staðarnámi boðað til málþings laugardaginn 19. mars á Reykjum um framtíð skólans. „Okkur vantar bara hjálp að fá stuðning fyrir því að þetta fari í gegn og að garðyrkjunám á Íslandi haldi sínum húsum og sínu svæði og við getum eflt það,“ segir Snjólaug. Garðyrkjuskólinn hefur verið undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2005. Áður var hann sjálfstæður skóli í 66 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Skóla - og menntamál Landbúnaður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira