Síminn, Vodafone og Nova – „Eru íbúar í dreifbýli minna virði en íbúar í þéttbýli?“ Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2022 11:31 Fyrir skemmstu var birt svar við fyrirspurn um farsímasamband í dreifbýli á vef Alþingis. Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur þingmanni er hér með þakkað fyrir að vekja athygli þingheims á þessu brýna máli. Í svari ráðherra kemur fram að árið 2021 voru 117 lögheimili með lítið eða ekkert símasamband og 1693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband. Athugið "slitrótt samband" er ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.). Semsagt 27% lögheimila í dreifbýli á Ísland búa við ekkert eða stopult farsímasamband árið 2021. Hlutfallið er 40% hér í Dalabyggð. Þó frábært sé að fá bætt netsamband með ljósleiðara er staðan sú í dreifbýli að þegar hann dettur út vegna bilana og/eða rafmagnsleysis þá er farsíminn eina fjarskiptaleiðin ef eitthvað kemur uppá eftir að fastlínusímkerfið var lagt niður. Í viðtali við mbl.is fyrr í vetur segir Guðrún Blöndal á Valþúfu sem býr við lélegt farsímasamband að „svör við fyrirspurn um símamastur sem myndi laga ástandið á Valþúfu og næsta bæ og jafnvel á Skógarströnd sem er hinum megin fjarðarins að það sé of dýr aðgerð fyrir jafn fáa íbúa.“ Er það virkilega svo að stjórnendur Símans, Vodafone og Nova meti íbúa í dreifbýli minna virði en íbúa í þéttbýli. Snýst allt um að hámark arðsemi eiginfjár hjá ykkar fyrirtækjum. Er engin samfélagsleg ábyrgð til staðar hjá ykkur. Allt tal um 99,9% samband á heimilum landsins er fyrirsláttur ef staðan er sú að ekki er hægt að ná samband þegar slys eða önnur óhöpp verða. Að ég tali nú ekki um stafræna þjónustu en það þarf farsímasamband til að virkja rafrænt auðkenni í síma til að sinna ýmsum erindum í stjórnkerfinu. Íbúar í dreifbýli gera sömu kröfu um þjónustu óháð búsetu og íbúar í þéttbýli. Ágætu fjarskiptafyrirtæki, kippið þessu í lag, ekki seinna en í gær. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Fjarskipti Byggðamál Skoðun: Kosningar 2022 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var birt svar við fyrirspurn um farsímasamband í dreifbýli á vef Alþingis. Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur þingmanni er hér með þakkað fyrir að vekja athygli þingheims á þessu brýna máli. Í svari ráðherra kemur fram að árið 2021 voru 117 lögheimili með lítið eða ekkert símasamband og 1693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband. Athugið "slitrótt samband" er ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.). Semsagt 27% lögheimila í dreifbýli á Ísland búa við ekkert eða stopult farsímasamband árið 2021. Hlutfallið er 40% hér í Dalabyggð. Þó frábært sé að fá bætt netsamband með ljósleiðara er staðan sú í dreifbýli að þegar hann dettur út vegna bilana og/eða rafmagnsleysis þá er farsíminn eina fjarskiptaleiðin ef eitthvað kemur uppá eftir að fastlínusímkerfið var lagt niður. Í viðtali við mbl.is fyrr í vetur segir Guðrún Blöndal á Valþúfu sem býr við lélegt farsímasamband að „svör við fyrirspurn um símamastur sem myndi laga ástandið á Valþúfu og næsta bæ og jafnvel á Skógarströnd sem er hinum megin fjarðarins að það sé of dýr aðgerð fyrir jafn fáa íbúa.“ Er það virkilega svo að stjórnendur Símans, Vodafone og Nova meti íbúa í dreifbýli minna virði en íbúa í þéttbýli. Snýst allt um að hámark arðsemi eiginfjár hjá ykkar fyrirtækjum. Er engin samfélagsleg ábyrgð til staðar hjá ykkur. Allt tal um 99,9% samband á heimilum landsins er fyrirsláttur ef staðan er sú að ekki er hægt að ná samband þegar slys eða önnur óhöpp verða. Að ég tali nú ekki um stafræna þjónustu en það þarf farsímasamband til að virkja rafrænt auðkenni í síma til að sinna ýmsum erindum í stjórnkerfinu. Íbúar í dreifbýli gera sömu kröfu um þjónustu óháð búsetu og íbúar í þéttbýli. Ágætu fjarskiptafyrirtæki, kippið þessu í lag, ekki seinna en í gær. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar