Segja Rússa halda mörg hundruð manns í gíslingu á spítala í Mariupol Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 21:27 Staðan versnar dag frá degi í Mariupol. Hér sést lögreglumaður standa fyrir framan lík á öðrum spítala í borginni. Fólkið fórst í sprengjuárásum. Ap/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir halda um fjögur hundruð manns í gíslingu á sjúkrahúsi í Mariupol. Sergei Orlov aðstoðarborgarstjóri segir hermennina hafa rutt sér leið inn í sjúkrahúsið og tekið fólk þar og íbúa í nærliggjandi húsum í gíslingu. Héraðsstjórinn Pavlo Kyrylenko segir að spítalinn, sem er staðsettur utarlega í vesturhluta borgarinnar, hafi meira og minna verið lagður í rúst á seinustu dögum en að heilbrigðisstarfsfólk hafi haldið áfram að meðhöndla sjúklinga í kjallaranum. Um er að ræða einn stærsta spítala borgarinnar. Í færslu sem Kyrylenko birti á Facebook-síðu sinni um klukkan 14:30 að íslenskum tíma hefur hann eftir einum starfsmanni sjúkrahússins að Rússar hafi neytt 400 manns úr nærliggjandi húsum til að koma á spítalann og enginn fái að yfirgefa svæðið. Litlar fregnir hafa borist af aðstæðum á spítalanum síðar í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst 2.400 almennir borgarar hafi farist frá því að rússneski herinn hóf sprengjuárásir á Mariupol. Margir íbúar reyni nú að lifa af í neðanjarðarbyrgjum. Orlov sagði í samtali við CNN fyrr í dag að Rússar haldi áfram að rústa borginni og í gær hafi minnst 22 loftför varpað allavega 100 sprengjum á borgina. Hann segir eyðilegginguna vera gríðarlega. Hann bætti við að rússneskir hermenn hafi tekið lækna og sjúklinga í gíslingu á sjúkrahúsinu og kallaði gjörninginn stríðsglæp. Orlov telur að 350 til 400 þúsund íbúar séu eftir í borginni en um tvö þúsund bílar yfirgáfu hana í dag. Aðstoðarborgarstjórinn bætti við að vatns- og fæðuskortur væri ríkjandi í Mariupol en bílalest með neyðaraðstoð sem átti að koma á sunnudag hafði ekki enn skilað sér síðdegis í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Héraðsstjórinn Pavlo Kyrylenko segir að spítalinn, sem er staðsettur utarlega í vesturhluta borgarinnar, hafi meira og minna verið lagður í rúst á seinustu dögum en að heilbrigðisstarfsfólk hafi haldið áfram að meðhöndla sjúklinga í kjallaranum. Um er að ræða einn stærsta spítala borgarinnar. Í færslu sem Kyrylenko birti á Facebook-síðu sinni um klukkan 14:30 að íslenskum tíma hefur hann eftir einum starfsmanni sjúkrahússins að Rússar hafi neytt 400 manns úr nærliggjandi húsum til að koma á spítalann og enginn fái að yfirgefa svæðið. Litlar fregnir hafa borist af aðstæðum á spítalanum síðar í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst 2.400 almennir borgarar hafi farist frá því að rússneski herinn hóf sprengjuárásir á Mariupol. Margir íbúar reyni nú að lifa af í neðanjarðarbyrgjum. Orlov sagði í samtali við CNN fyrr í dag að Rússar haldi áfram að rústa borginni og í gær hafi minnst 22 loftför varpað allavega 100 sprengjum á borgina. Hann segir eyðilegginguna vera gríðarlega. Hann bætti við að rússneskir hermenn hafi tekið lækna og sjúklinga í gíslingu á sjúkrahúsinu og kallaði gjörninginn stríðsglæp. Orlov telur að 350 til 400 þúsund íbúar séu eftir í borginni en um tvö þúsund bílar yfirgáfu hana í dag. Aðstoðarborgarstjórinn bætti við að vatns- og fæðuskortur væri ríkjandi í Mariupol en bílalest með neyðaraðstoð sem átti að koma á sunnudag hafði ekki enn skilað sér síðdegis í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira