„Væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 14:31 Kristófer Acox vill að titlaþurrð Vals ljúki um helgina. vísir/sigurjón Kristófer Acox segir spennandi fyrir Valsmenn að vera loksins komnir í baráttu um stóra titla. Valur mætir Íslandsmeisturum Þórs Þ. í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira