Diljá kveður borgarpólitíkina ósátt við kosningafyrirkomulag Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 14:00 Diljá hefur ákveðið að þiggja ekki 5. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þær fara fram eftir tvo mánuði. Hún segir að prófkjörið og niðurstöðuna þar hafa reynst sér þungbær. Vísir/Vilhelm Diljá Ámundadóttir Zoëga hefur ákveðið að þiggja ekki fimmta sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira