„Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. mars 2022 14:40 Vólódímír Selenskí ávarpaði Bandaríkjaþing í dag. AP/Drew Angerer „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til bandarískra þingmanna í dag. Þar kallaði hann enn og aftur eftir því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið kæmu á flugbanni í lofthelgi Úkraínu og stöðvuðu loft- og eldflaugaárásir Rússa á úkraínskar borgir. Bandaríkjaþing bauð Selenskí velkominn með standandi lófataki og Nancy Pelosi, forseti þingsins, sagði „dýrð sé Úkraínu“ áður en hún bauð Selenskí orðið. Í ávarpi sínu mynnti Selenskí bandarísku þingmennina á árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001, og árásarinnar á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöldinni. „Illmenni reyndu að breyta borgum ykkar í vígvöll, saklaust fólk varð fyrir árásum. Þið sáuð það ekki fyrir og gátuð ekki stoppað það. Landið mitt upplifir þetta sama á hverjum degi, akkúrat núna, á þessu augnabliki, í heilar þrjár vikur,“ sagði Selenskí. Þá sýndi hann bandarískum þingmönnum myndband sem sýndi árásir á Úkraínu og eyðilegginguna þar. Selenskí vísaði einnig til þess að Bandaríkin séu öflugasta ríki heims og sagði að það að vera leiðtogi heimsins fæli í sér að vera leiðtogi friðar. Í lok ávarpsins beindi Selenskí orðum sínum beint til Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagðist vonast til þess að Biden tæki það að sér að verða leiðtogi friðar. „Í dag er ekki nóg að vera leiðtogi þjóðar. Í dag þarftu að vera leiðtogi heimsins. Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til bandarískra þingmanna í dag. Þar kallaði hann enn og aftur eftir því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið kæmu á flugbanni í lofthelgi Úkraínu og stöðvuðu loft- og eldflaugaárásir Rússa á úkraínskar borgir. Bandaríkjaþing bauð Selenskí velkominn með standandi lófataki og Nancy Pelosi, forseti þingsins, sagði „dýrð sé Úkraínu“ áður en hún bauð Selenskí orðið. Í ávarpi sínu mynnti Selenskí bandarísku þingmennina á árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001, og árásarinnar á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöldinni. „Illmenni reyndu að breyta borgum ykkar í vígvöll, saklaust fólk varð fyrir árásum. Þið sáuð það ekki fyrir og gátuð ekki stoppað það. Landið mitt upplifir þetta sama á hverjum degi, akkúrat núna, á þessu augnabliki, í heilar þrjár vikur,“ sagði Selenskí. Þá sýndi hann bandarískum þingmönnum myndband sem sýndi árásir á Úkraínu og eyðilegginguna þar. Selenskí vísaði einnig til þess að Bandaríkin séu öflugasta ríki heims og sagði að það að vera leiðtogi heimsins fæli í sér að vera leiðtogi friðar. Í lok ávarpsins beindi Selenskí orðum sínum beint til Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagðist vonast til þess að Biden tæki það að sér að verða leiðtogi friðar. „Í dag er ekki nóg að vera leiðtogi þjóðar. Í dag þarftu að vera leiðtogi heimsins. Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10
Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01