Bjarni: Við ætlum okkur að vinna þennan bikar Árni Jóhannsson skrifar 17. mars 2022 22:18 Þjálfari Hauka, Bjarni Magnússon, var ánægður með sitt lið í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir Haukar unnu Njarðvíkinga fyrri í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik 57-83. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna þá var leikurinn í mjög góðu jafnvægi í 30 mínútur en góð skorpa frá Helenu Sverrisdóttur og frábær vörn í fjórða leikhluta gerðu það að verkum að Haukar leika til úrslita á laugardaginn. „Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“ Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
„Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“
Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00