Alda stefnufestu Ísak Rúnarsson skrifar 18. mars 2022 13:31 „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga,“ sagði Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Dagmálum nú í vikunni. Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera einkunnarorð Sjálfstæðismanna um land allt. Raunar hafa þau verið einkunnarorð flokksins flesta hans lífdaga, enda hefur flokkurinn tekist á við það hlutverk að leiða íslenskt samfélag áfram í næstum 100 ár – og það býsna farsællega. Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála er ekki og hefur aldrei verið gefins. Staða hans kemur fyrst og fremst til af því að forystumenn flokksins hafa um nokkurra kynslóða tíð gengið fram með samblandi af stefnufestu og virðingu fyrir flokksfélögum og kjósendum. Flokkurinn hefur alla tíð verið fjöldaflokkur, sem lagt hefur sig í líma við að hlusta á flokksmenn og kjósendur sína og staðið þétt á bakvið prinsipp og grundvallarstefnumál. Svo þétt raunar að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna skilgreint stefnu sína og kosningaloforð sem andlag við Sjálfstæðisflokkinn. Uppi eru hugmyndir um að sveigja af þessari braut. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í ríkari mæli að móta stefnu sína þannig að hún falli öðrum stjórnmálaflokkum í geð, svo hann fái að taka þátt í partýinu í ráðhúsinu. Það væru grundvallarmistök og uppgjöf gagnvart hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafl í landinu. Alda María Vilhjálmsdóttir veit hversu mikilvægt forystuhlutverk flokksins er og hún þekkir mikilvægi þess að koma heiðarlega fram við flokksmenn og kjósendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að muna að við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar kjósendur til þess að efna okkar loforð gagnvart þeim,“ sagði hún einnig í fyrrnefndum Dagmálaþætti. Alda María Vilhjálmsdóttir mun hvergi hvika frá grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styð ég hana til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alda María mun ekki gefast upp, hún mun ekki láta deigan síga og hún hefur burði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í vor – á forsendum flokksins en ekki keppinautanna. Ég hvet alla til þess að setja Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Höfundur er meistaranemi við Harvard og Dartmouth háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Ísak Rúnarsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
„Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga,“ sagði Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Dagmálum nú í vikunni. Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera einkunnarorð Sjálfstæðismanna um land allt. Raunar hafa þau verið einkunnarorð flokksins flesta hans lífdaga, enda hefur flokkurinn tekist á við það hlutverk að leiða íslenskt samfélag áfram í næstum 100 ár – og það býsna farsællega. Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála er ekki og hefur aldrei verið gefins. Staða hans kemur fyrst og fremst til af því að forystumenn flokksins hafa um nokkurra kynslóða tíð gengið fram með samblandi af stefnufestu og virðingu fyrir flokksfélögum og kjósendum. Flokkurinn hefur alla tíð verið fjöldaflokkur, sem lagt hefur sig í líma við að hlusta á flokksmenn og kjósendur sína og staðið þétt á bakvið prinsipp og grundvallarstefnumál. Svo þétt raunar að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna skilgreint stefnu sína og kosningaloforð sem andlag við Sjálfstæðisflokkinn. Uppi eru hugmyndir um að sveigja af þessari braut. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í ríkari mæli að móta stefnu sína þannig að hún falli öðrum stjórnmálaflokkum í geð, svo hann fái að taka þátt í partýinu í ráðhúsinu. Það væru grundvallarmistök og uppgjöf gagnvart hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafl í landinu. Alda María Vilhjálmsdóttir veit hversu mikilvægt forystuhlutverk flokksins er og hún þekkir mikilvægi þess að koma heiðarlega fram við flokksmenn og kjósendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að muna að við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar kjósendur til þess að efna okkar loforð gagnvart þeim,“ sagði hún einnig í fyrrnefndum Dagmálaþætti. Alda María Vilhjálmsdóttir mun hvergi hvika frá grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styð ég hana til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alda María mun ekki gefast upp, hún mun ekki láta deigan síga og hún hefur burði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í vor – á forsendum flokksins en ekki keppinautanna. Ég hvet alla til þess að setja Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Höfundur er meistaranemi við Harvard og Dartmouth háskóla.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar