Appelsínugulur Spánn: Mesta loftmengun á jörðinni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2022 16:30 Frá Murcia á Spáni. Javier Carrion / Getty Images Það eru víðar appelsínugular viðvaranir en hér á Íslandi þessi dægrin. Á austurströnd Spánar hefur fólk verið varað við að vera mikið á ferli utandyra í liðinni viku, af því að himinninn er bókstaflega appelsínugulur og loftgæðin eru talin hættuleg. Ástæðan er rauðleitur sandur frá Afríku sem þyrlast inn yfir strendur Spánar. Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira