Segir sjaldgæft að rafræn skilríki séu misnotuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 18:15 Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir svik með rafræn skilríki afar fátíð. Bylgjan Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik. Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni. Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni.
Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira