Vaktin: Kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim á morgun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 23. mars 2022 15:10 Svo virðist sem að dregið hafi úr sókn rússneskra hersveita í Kænugarð en heimamenn hafa barist gegn hersveitunum af krafti undanfarnar vikur. AP/Rodrigo Abd Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun en forseti Úkraínu kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira