Vestræn gildi Þórarinn Hjartarson skrifar 23. mars 2022 09:30 Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun