Úkraínumenn snúa vörn í sókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 06:31 Götur Odesa eru stráðar hindrunum gegn skriðdrekum, ef Rússar skyldu ná inn í borgina. AP/Petros Giannakouris Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira