Seðlabankinn skoðar að gefa út íslenska rafkrónu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 13:01 Rannveig Sigurðardóttir er aðstoðarseðlabankastjóri peningastefnu. vísir/vilhelm Íslensk rafmynt gæti verið framtíðin í greiðslumiðlun á Íslandi. Seðlabankinn hefur skipað vinnuhóp til að skoða hvort tilefni sé til að bankinn gefi út slíka mynt til almennra nota. Hugmyndin er enn á frumstigi. Hópnum hefur verið falið að meta kosti og galla slíkrar íslenskrar rafkrónu. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þróunina í heiminum vera í þessa átt: „Meirihluti Seðlabanka ríkja í heiminum er að skoða þetta og flestir eru bara á sama stað og við að velta upp spurningunni hvort að útgáfa Seðlabankarafeyris sé nauðsynleg og leysi einhver vandamál sem eru þá innan landanna,“ segir Rannveig. Fæstir nota seðla í dag Hún nefnir dæmi um kosti slíkrar myntar: „Það er náttúrulega bæði mikil nýsköpun og tæknibreytingar í gangi sem er svona önnur hliðin á þessu. Hin hliðin er náttúrulega minnkandi seðlanotkun,“ segir Rannveig. Í dag nota ekki nema um fimm til tíu prósent landsmanna reiðufé reglulega. Rannveig segir mikilvægt að rafkrónan myndi ekki veikja hina almennu viðskiptabanka.vísir/vilhelm Seðlabankanum er falið að standa vörð um virka og örugga greiðslumiðlun og slík rafmynt gæti einnig bætt greiðslumiðlun milli landa. Regluverk í kring um slíka mynt yrði þó væntanlega ansi mikið svo fólk færi ekki megnið af fé sínu úr almennum viðskiptabönkum og í Seðlabankann. Rannveig segir Seðlabankann alls ekki vilja veikja viðskiptabankana. Það myndi ekki gagnast neinum. Gæti orðið hröð þróun Enn er nokkuð í að slík mynt líti dagsins ljós - það er að segja ef bankinn metur það æskilegt yfir höfuð. „Þetta er eitthvað sem að gerist líklega ekki alveg á næstunni en ég hef nú yfirleitt haldið því svoldið til haga að hlutir geta líka gerst mjög hratt því það hafa verið tilraunir erlendis bæði með tæknina og prófanir og annað,“ segir Rannveig. Nú fer hópurinn vandlega yfir málið áður en samtal um íslenska rafkrónu fer fram við almenning. „Í kjölfarið myndum við þá taka upp samtalið við haghafa eins og aðila á fjármálamarkaði, við almenning og kjörna fulltrúa og stjórnvöld,“ segir Rannveig. Rafmyntir Seðlabankinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hópnum hefur verið falið að meta kosti og galla slíkrar íslenskrar rafkrónu. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þróunina í heiminum vera í þessa átt: „Meirihluti Seðlabanka ríkja í heiminum er að skoða þetta og flestir eru bara á sama stað og við að velta upp spurningunni hvort að útgáfa Seðlabankarafeyris sé nauðsynleg og leysi einhver vandamál sem eru þá innan landanna,“ segir Rannveig. Fæstir nota seðla í dag Hún nefnir dæmi um kosti slíkrar myntar: „Það er náttúrulega bæði mikil nýsköpun og tæknibreytingar í gangi sem er svona önnur hliðin á þessu. Hin hliðin er náttúrulega minnkandi seðlanotkun,“ segir Rannveig. Í dag nota ekki nema um fimm til tíu prósent landsmanna reiðufé reglulega. Rannveig segir mikilvægt að rafkrónan myndi ekki veikja hina almennu viðskiptabanka.vísir/vilhelm Seðlabankanum er falið að standa vörð um virka og örugga greiðslumiðlun og slík rafmynt gæti einnig bætt greiðslumiðlun milli landa. Regluverk í kring um slíka mynt yrði þó væntanlega ansi mikið svo fólk færi ekki megnið af fé sínu úr almennum viðskiptabönkum og í Seðlabankann. Rannveig segir Seðlabankann alls ekki vilja veikja viðskiptabankana. Það myndi ekki gagnast neinum. Gæti orðið hröð þróun Enn er nokkuð í að slík mynt líti dagsins ljós - það er að segja ef bankinn metur það æskilegt yfir höfuð. „Þetta er eitthvað sem að gerist líklega ekki alveg á næstunni en ég hef nú yfirleitt haldið því svoldið til haga að hlutir geta líka gerst mjög hratt því það hafa verið tilraunir erlendis bæði með tæknina og prófanir og annað,“ segir Rannveig. Nú fer hópurinn vandlega yfir málið áður en samtal um íslenska rafkrónu fer fram við almenning. „Í kjölfarið myndum við þá taka upp samtalið við haghafa eins og aðila á fjármálamarkaði, við almenning og kjörna fulltrúa og stjórnvöld,“ segir Rannveig.
Rafmyntir Seðlabankinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira