Hatursorðræða og fjórða valdið Jódís Skúladóttir skrifar 27. mars 2022 08:00 Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Jódís Skúladóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar