Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 16:31 Dominykas Milka með boltann í leik gegn Stjörnunni. vísir/bára Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira