Ung knattspyrnukona sakar Barcelona um illa meðferð Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:00 Giovana Queiroz er samningsbundin Barcelona en var lánuð til Levante. Getty Giovana Queiroz, 18 ára brasilísk landsliðskona í fótbolta, hefur sakað spænska félagið Barcelona um hrottafengna meðferð en hún er leikmaður félagsins. Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni. Spænski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni.
Spænski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira