Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Elísabet Hanna skrifar 30. mars 2022 18:19 Bruce Willis kveður leiklistina eftir glæstan feril. Getty/ Jim Spellman Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24
Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54
Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30