Van Nistelrooy verður næsti knattspyrnustjóri PSV Eindhoven Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 17:46 Ruud van Nistelrooy hefur starfað hjá PSV Eindhoven undanfarin ár sem þjálfari unglingaliða félagsins. EPA/VICTOR LERENA Ruud van Nistelrooy verður nýjasti fyrrum lærisveinn Sir Alex Ferguson sem reynir fyrir sér sem knattspyrnustjóri. Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur gefið það út að Van Nistelrooy verði knattspyrnustjóri félagsins frá og með næstu leiktíð. Van Nistelrooy tekur við starfinu af Roger Schmidt sem hættir eftir þetta tímabil. Former Man Utd forward Ruud van Nistelrooy has signed a three-year deal to become PSV's head coach from this summer! pic.twitter.com/Ieuqb1Qigq— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 30, 2022 Van Nistelrooy lék sjálfur með PSV á árunum 1998 til 2001 en hann fór þaðan til Manchester United þar sem hann skoraði 95 mörk í aðeins 150 deildarleikjum. Hollenski framherjinn spilaði einnig með Real Madrid, Hamburger SV og Málaga áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2012. Van Nistelrooy, sem er nú 45 ára gamall, hefur síðustu ár verið í þjálfarateymi hollenska landsliðsins sem og að þjálfa yngri lið PSV. Þetta verður hins vegar hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Van Nistelrooy skrifaði undir samning við PSV sem nær til ársins 2025. Official. Ruud van Nistelrooy has been appointed as new PSV Eindhoven manager, starting from next season. Contract until June 2025, statement confirms. #PSV pic.twitter.com/WjSexGbVgc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 30, 2022 „Nokkrir hlutir hafa gengið upp síðustu mánuði. Ráðningin á Marcel Brand sem framkvæmdastjóra PSV og samtöl okkar í kjölfarið gerðu mér á endanum kleift að stíga þetta skref,“ sagði Ruud van Nistelrooy í fréttatilkynningu frá PSV Eindhoven. „PSV ætlar að fara nýja slóð í sumar og ég er tilbúinn að gera mitt. Viðræður við stjórnina hafa stutt þá sýn mína að við erum metnaðarfullir og ætlum að búa til eitthvað sérstakt í framtíðinni. Ég er spenntur fyrir þessu verkefni hjá PSV,“ sagði Van Nistelrooy. PSV U19 Assistant coach @OnsOranje & PSV Jong PSVReady for the next step: .— PSV (@PSV) March 30, 2022 Hollenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur gefið það út að Van Nistelrooy verði knattspyrnustjóri félagsins frá og með næstu leiktíð. Van Nistelrooy tekur við starfinu af Roger Schmidt sem hættir eftir þetta tímabil. Former Man Utd forward Ruud van Nistelrooy has signed a three-year deal to become PSV's head coach from this summer! pic.twitter.com/Ieuqb1Qigq— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 30, 2022 Van Nistelrooy lék sjálfur með PSV á árunum 1998 til 2001 en hann fór þaðan til Manchester United þar sem hann skoraði 95 mörk í aðeins 150 deildarleikjum. Hollenski framherjinn spilaði einnig með Real Madrid, Hamburger SV og Málaga áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2012. Van Nistelrooy, sem er nú 45 ára gamall, hefur síðustu ár verið í þjálfarateymi hollenska landsliðsins sem og að þjálfa yngri lið PSV. Þetta verður hins vegar hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Van Nistelrooy skrifaði undir samning við PSV sem nær til ársins 2025. Official. Ruud van Nistelrooy has been appointed as new PSV Eindhoven manager, starting from next season. Contract until June 2025, statement confirms. #PSV pic.twitter.com/WjSexGbVgc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 30, 2022 „Nokkrir hlutir hafa gengið upp síðustu mánuði. Ráðningin á Marcel Brand sem framkvæmdastjóra PSV og samtöl okkar í kjölfarið gerðu mér á endanum kleift að stíga þetta skref,“ sagði Ruud van Nistelrooy í fréttatilkynningu frá PSV Eindhoven. „PSV ætlar að fara nýja slóð í sumar og ég er tilbúinn að gera mitt. Viðræður við stjórnina hafa stutt þá sýn mína að við erum metnaðarfullir og ætlum að búa til eitthvað sérstakt í framtíðinni. Ég er spenntur fyrir þessu verkefni hjá PSV,“ sagði Van Nistelrooy. PSV U19 Assistant coach @OnsOranje & PSV Jong PSVReady for the next step: .— PSV (@PSV) March 30, 2022
Hollenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira