Sætin sem eru í boði fyrir hvert lið í lokaumferðinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 12:00 Keflvíkingurinn Jaka Brodnik reynir skot í fyrri leiknum á móti Njarðvík en til varnar eru Njarðvíkingarnir Nicolas Richotti og Mario Matasovic. Vísir/Vilhelm Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í kvöld og þá kemur í ljós hvaða lið verður deildarmeistari, hvað verður síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og hvaða lið munu mætast í átta liða úrslitum hennar. Það getur því ýmislegt breyst í 22. og síðustu umferð deildarkeppninnar og hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði fyrir liðin níu sem hafa að einhverju að keppa í kvöld. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn eru að keppa um deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Njarðvík verður alltaf ofar verði liðin jöfn að stigum. Keflavík, Valur og Tindastóll keppast við að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stólarnir, sem hafa unnið sex leiki í röð geta endaði í þriðja sæti ef úrslitin falla með þeim en einnig dottið alla leið niður í sjötta sæti. Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00. Keflvíkingar standa verr innbyrðis á móti bæði Val og Tindastól og verða því helst að vinna sinn leik á móti nágrönnum sínum í Njarðvík ætli þeir að byrja úrslitakeppnina á heimavelli. Stjarnan gæti komist upp í fimmta sæti en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar enda í því sjöunda. Grindavíkurliðið gæti aftur á móti haft mikið um það að segja hvaða lið þeir mæti í átta liða úrslitunum. Vinni Grindvíkingar Þorlákshafnar Þórsara á sínum heimavelli þá er öruggt að liðin munu mætast aftur í næstu viku þegar úrslitakeppnin byrjar. Að lokum keppa KR-ingar og Blikar um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni í ár. KR verða enda með fleiri stig en Blikar því þökk sé 48 sigri Breiðabliks á KR á dögunum þá verða Blikar alltaf ofar ef innbyrðis úrslit ráða. Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni Úrslitakeppnin hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Það getur því ýmislegt breyst í 22. og síðustu umferð deildarkeppninnar og hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði fyrir liðin níu sem hafa að einhverju að keppa í kvöld. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn eru að keppa um deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Njarðvík verður alltaf ofar verði liðin jöfn að stigum. Keflavík, Valur og Tindastóll keppast við að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stólarnir, sem hafa unnið sex leiki í röð geta endaði í þriðja sæti ef úrslitin falla með þeim en einnig dottið alla leið niður í sjötta sæti. Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00. Keflvíkingar standa verr innbyrðis á móti bæði Val og Tindastól og verða því helst að vinna sinn leik á móti nágrönnum sínum í Njarðvík ætli þeir að byrja úrslitakeppnina á heimavelli. Stjarnan gæti komist upp í fimmta sæti en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar enda í því sjöunda. Grindavíkurliðið gæti aftur á móti haft mikið um það að segja hvaða lið þeir mæti í átta liða úrslitunum. Vinni Grindvíkingar Þorlákshafnar Þórsara á sínum heimavelli þá er öruggt að liðin munu mætast aftur í næstu viku þegar úrslitakeppnin byrjar. Að lokum keppa KR-ingar og Blikar um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni í ár. KR verða enda með fleiri stig en Blikar því þökk sé 48 sigri Breiðabliks á KR á dögunum þá verða Blikar alltaf ofar ef innbyrðis úrslit ráða. Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni Úrslitakeppnin hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00.
Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira