NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki.
Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða.
Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki.
Gjafaleikir til að auka vinsældir
Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar.
Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra.
fast giveaway guys !!
— tid (@bjortframtid) April 1, 2022
1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast!
Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað.
Kannast ekki við málið
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.
Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni.