Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:52 Lauren Handy fyrir utan heimilið sitt í Washington. Skjáskot Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof. Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof.
Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira