Valsmenn hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni á Hlíðarenda í þrjátíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:01 Callum Reese Lawson og félagar í Valsliðinu hefja úrslitakeppnina í kvöld. Lawson vann úrslitakeppnina og þar með Íslandsmeistaratitilinn með Þór Þorlákshöfn í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Valur tekur í kvöld á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Það er óhætt að segja að heimamenn hafi beðið lengi eftir sigurleik á heimavelli sínum í úrslitakeppni. 5. apríl 1992 er sögulegur dagur fyrir Valsmenn því á þeim degi fagnaði Valur síðasta sigri í úrslitakeppni á Hlíðarenda. Valsliðið vann þá 104-91 sigur á Keflavík og náði með því að jafna úrslitaeinvígið á móti Keflavík í 1-1. Valur átti eftir að komast í 2-1 með sigri í Keflavík í leik þrjú og gat því orðið Íslandsmeistari á heimavelli 9. apríl 1992. Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Hlíðarenda í þessum fjórða leik og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á heimavelli. Grein um síðasta sigurleik Valsmanna á Hlíðarenda í úrslitakeppninni.Timarit.is/MBL Valsliðið komst ekki aftur í úrslitakeppni fyrr en í fyrra þegar Valur mætti KR í átta liða úrslitunum. Valsmenn voru með heimavallarrétt á móti KR í fyrra en náðu samt ekki að vinna heimaleik í einvíginu. KR-ingar unnu alla leiki liðanna í Valsheimilinu þar á meðal 89-86 sigur í oddaleiknum. Síðustu þrír sigurleikir Valsara í úrslitakeppni hafa komið á útivelli og í raun hefur Valur unnið fimm af síðustu sjö útileikjum sínum í úrslitakeppni. Á heimavelli sínum hafa Valsmenn aftur á móti tapað síðustu þremur leikjum sínum í úrslitakeppni. Svo skemmtilega vill til að í kvöld eru nákvæmlega þrjátíu ár frá síðasta heimasigri Valsmanna í úrslitakeppni. Franc Booker var stigahæstur í þeim sigri með 34 stig en Tómas Holton skoraði 24 stig og þeir Svali Björgvinsson og Magnús Matthíasson voru báðir með tólf stig. Nú er að sjá hvort að Valsmenn nýti tímamótin til að enda þriggja áratuga taphrinu sína á heimavelli eða hvort að Stjörnumenn bætast í hóp þeirra liða sem hafa sótt sigur á Hlíðarenda í úrslitakeppnum frá árinu 1992. Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18.95 á Stöð 2 Sport og strax á eftir verður leikur Vals og Stjörnunnar sýndur á sömu rás. Subway-deild karla Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
5. apríl 1992 er sögulegur dagur fyrir Valsmenn því á þeim degi fagnaði Valur síðasta sigri í úrslitakeppni á Hlíðarenda. Valsliðið vann þá 104-91 sigur á Keflavík og náði með því að jafna úrslitaeinvígið á móti Keflavík í 1-1. Valur átti eftir að komast í 2-1 með sigri í Keflavík í leik þrjú og gat því orðið Íslandsmeistari á heimavelli 9. apríl 1992. Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Hlíðarenda í þessum fjórða leik og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á heimavelli. Grein um síðasta sigurleik Valsmanna á Hlíðarenda í úrslitakeppninni.Timarit.is/MBL Valsliðið komst ekki aftur í úrslitakeppni fyrr en í fyrra þegar Valur mætti KR í átta liða úrslitunum. Valsmenn voru með heimavallarrétt á móti KR í fyrra en náðu samt ekki að vinna heimaleik í einvíginu. KR-ingar unnu alla leiki liðanna í Valsheimilinu þar á meðal 89-86 sigur í oddaleiknum. Síðustu þrír sigurleikir Valsara í úrslitakeppni hafa komið á útivelli og í raun hefur Valur unnið fimm af síðustu sjö útileikjum sínum í úrslitakeppni. Á heimavelli sínum hafa Valsmenn aftur á móti tapað síðustu þremur leikjum sínum í úrslitakeppni. Svo skemmtilega vill til að í kvöld eru nákvæmlega þrjátíu ár frá síðasta heimasigri Valsmanna í úrslitakeppni. Franc Booker var stigahæstur í þeim sigri með 34 stig en Tómas Holton skoraði 24 stig og þeir Svali Björgvinsson og Magnús Matthíasson voru báðir með tólf stig. Nú er að sjá hvort að Valsmenn nýti tímamótin til að enda þriggja áratuga taphrinu sína á heimavelli eða hvort að Stjörnumenn bætast í hóp þeirra liða sem hafa sótt sigur á Hlíðarenda í úrslitakeppnum frá árinu 1992. Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18.95 á Stöð 2 Sport og strax á eftir verður leikur Vals og Stjörnunnar sýndur á sömu rás.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira