Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2022 19:31 Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30
Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20