Skógarböðin opna ekki fyrr en allt er klárt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2022 15:01 Skógarböðin eru að taka á sig mynd. Vísir/Arnar Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun. Framkvæmdir hófust í ágúst og hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum í allan vetur við Skógarböðin, sem staðsett eru við þjóðveg 1, steinsnar frá Akureyri. Eigendurnir, Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer prísa sig sæla með snjólítinn vetur á Norðurlandi. Skógarböðin séð úr lofti.Vísir/Arnar „Við höfum verið heppin með veturinn. Það var ekki mikill snjór. Við steyptum síðustu steypuna í desember, í laugunum þannig að þetta hefði getað verið allt annað ef það hefði verið almennilegur vetur hérna, þá værum við sennilega ekki komin svona langt,“ segir Sigríður María. Vatnið í böðin kemur úr Vaðlaheiðargöngunum. Hingað til hefur það runnið út í sjó, en nú verður því beint í Skógarböðin í gengum pípur úr göngunum. „Það er búið að leggja vatnið. Við erum búin að taka við því formlega og það er búið að prufukeyra allan tæknibúnaðinn og þetta svínvirkar allt eins og þetta átti að gera,“ segir Finnur. Búið að prufukeyra böðin Eigendurnir fengu þannig forskot á sæluna og prófuðu böðin þegar allt var prufukeyrt. „Það var rosa gaman, góð tilfinning. Við fórum hérna með fjölskylduna og börnin, þetta var ótrúlegt,“ segir Finnur. Væntanlega tilhlökkun að leyfa öðrum að njóta? „Algjörlega. Þetta verður alveg frábært. Okkur fannst þetta mjög gefandi og smá klapp á bakið vitandi það að þetta verður frábært, af því að maður fór svolítið blint í sjóinn,“ segir Sigríður María. Opna þegar allt er tilbúið Búið er að stækka laugina og þjónustuhúsið frá því sem fyrst var áætlað. Til að mynda er búið að bæta við öðrum bar svo ýmisleg sé nefnt. Segja má að tilhlökkunin á svæðinu eftir böðunum sé áþreifanleg. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að því að klára allt sem þarf að klára.Vísir/Arnar „Það kemur alltaf fólk hérna á hverjum einasta degi og spyrja hvort það megi koma og skoða. Á ákveðnum tímapunkti urðum við bara að taka fyrir það því þetta var orðið það mikil umferð.“ segir Finnur. Í fyrstu var áætlað að opna böðin í febrúar en ýmsar tafir á afhendingu á búnaði og aðföngum hefur tafið verkið. Finnur og Sigríður vilja því nú ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun. „Ég get sagt ykkur það, þegar þetta er til.“ Þið náið sumrinu? „Jájá, við náum sumrinu. Menn eru að horfa hérna á næstu vikur. Einu sinni ætlum við að opna í febrúar, svo ætluðum við að opna fyrir páska. Við opnum þetta bara þegar þetta er tilbúið. Við viljum ekki laska staðinn að það verði verið að vinna hérna eitthvað eftir að búið er að opna þannig að upplifunin verði bara góð og menn verði alsælir með þetta.“ Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Segja umhverfið og útsýnið vera sérstöðu Skógarbaðanna Bandaríski fjölmiðillinn CNN fjallaði í dag um Skógarböðin sem fyrirhugað er að opni í Vaðlaskógi við Akureyri innan skamms. Vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn nú um helgina og aðstandendur baðanna segja að opnað verði innan skamms. 22. febrúar 2022 23:01 Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48 Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir. 2. desember 2020 15:12 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Framkvæmdir hófust í ágúst og hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum í allan vetur við Skógarböðin, sem staðsett eru við þjóðveg 1, steinsnar frá Akureyri. Eigendurnir, Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer prísa sig sæla með snjólítinn vetur á Norðurlandi. Skógarböðin séð úr lofti.Vísir/Arnar „Við höfum verið heppin með veturinn. Það var ekki mikill snjór. Við steyptum síðustu steypuna í desember, í laugunum þannig að þetta hefði getað verið allt annað ef það hefði verið almennilegur vetur hérna, þá værum við sennilega ekki komin svona langt,“ segir Sigríður María. Vatnið í böðin kemur úr Vaðlaheiðargöngunum. Hingað til hefur það runnið út í sjó, en nú verður því beint í Skógarböðin í gengum pípur úr göngunum. „Það er búið að leggja vatnið. Við erum búin að taka við því formlega og það er búið að prufukeyra allan tæknibúnaðinn og þetta svínvirkar allt eins og þetta átti að gera,“ segir Finnur. Búið að prufukeyra böðin Eigendurnir fengu þannig forskot á sæluna og prófuðu böðin þegar allt var prufukeyrt. „Það var rosa gaman, góð tilfinning. Við fórum hérna með fjölskylduna og börnin, þetta var ótrúlegt,“ segir Finnur. Væntanlega tilhlökkun að leyfa öðrum að njóta? „Algjörlega. Þetta verður alveg frábært. Okkur fannst þetta mjög gefandi og smá klapp á bakið vitandi það að þetta verður frábært, af því að maður fór svolítið blint í sjóinn,“ segir Sigríður María. Opna þegar allt er tilbúið Búið er að stækka laugina og þjónustuhúsið frá því sem fyrst var áætlað. Til að mynda er búið að bæta við öðrum bar svo ýmisleg sé nefnt. Segja má að tilhlökkunin á svæðinu eftir böðunum sé áþreifanleg. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að því að klára allt sem þarf að klára.Vísir/Arnar „Það kemur alltaf fólk hérna á hverjum einasta degi og spyrja hvort það megi koma og skoða. Á ákveðnum tímapunkti urðum við bara að taka fyrir það því þetta var orðið það mikil umferð.“ segir Finnur. Í fyrstu var áætlað að opna böðin í febrúar en ýmsar tafir á afhendingu á búnaði og aðföngum hefur tafið verkið. Finnur og Sigríður vilja því nú ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun. „Ég get sagt ykkur það, þegar þetta er til.“ Þið náið sumrinu? „Jájá, við náum sumrinu. Menn eru að horfa hérna á næstu vikur. Einu sinni ætlum við að opna í febrúar, svo ætluðum við að opna fyrir páska. Við opnum þetta bara þegar þetta er tilbúið. Við viljum ekki laska staðinn að það verði verið að vinna hérna eitthvað eftir að búið er að opna þannig að upplifunin verði bara góð og menn verði alsælir með þetta.“
Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Segja umhverfið og útsýnið vera sérstöðu Skógarbaðanna Bandaríski fjölmiðillinn CNN fjallaði í dag um Skógarböðin sem fyrirhugað er að opni í Vaðlaskógi við Akureyri innan skamms. Vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn nú um helgina og aðstandendur baðanna segja að opnað verði innan skamms. 22. febrúar 2022 23:01 Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48 Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir. 2. desember 2020 15:12 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Segja umhverfið og útsýnið vera sérstöðu Skógarbaðanna Bandaríski fjölmiðillinn CNN fjallaði í dag um Skógarböðin sem fyrirhugað er að opni í Vaðlaskógi við Akureyri innan skamms. Vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn nú um helgina og aðstandendur baðanna segja að opnað verði innan skamms. 22. febrúar 2022 23:01
Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00
Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48
Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir. 2. desember 2020 15:12