Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni Atli Arason skrifar 11. apríl 2022 08:31 Luka Doncic gæti misst af fyrstu leikjum úrslitakeppninnar. Getty Images Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar. San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí. NBA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí.
NBA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira