Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Samsted leikur með Bodø/Glimt, en liðið vann 2-1 sigur gegn Roma í fyrri leik liðanna sem fram fór í Noregi síðasta fimmtudag.
Eftir leik sauð hins vegar upp úr og lögregla þurfti að ræða við þjálfara liðanna, þá Kjetil Knutsen og José Mourinho. Markmannsþjálfari Roma, Nuno Santos, hefur einnig veið dæmdur í bann frá leiknum.
Norsku meistararnir sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að liðið ætlar sér að áfrýja banninu. Þar kom einnig fram að félagið væri með myndbandsupptöku undir höndunum þar sem sjá má aðstoðarmenn Mourinho ráðast á Knutsen.
„Við erum hissa og hneyksluð á ákvörðun UEFA. Við munum áfrýja og vinna í þessu langt fram á kvöld. Umfram það viljum við ekki tjá okkur frekar um þetta mál,“ sagði í yfirlýsingu Bodø/Glimt.