„Hefði viljað fá fleiri mörk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Guðmundur Guðmundsson var ekki ánægður með vörnina og færanýtingu Íslands. vísir/bjarni Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum. „Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
„Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04