Hawks og Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 11:29 Trae Young átti góðan leik í liði Atlanta Hawks í nótt. Todd Kirkland/Getty Images Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að liðin sigruðu sína leiki í nótt. Atlanta vann 29 stiga sigur á Charlotte Hornets, 132-103, og New Orleans-liðið vann tíu stiga sigur á San Antonio Spurs, 113-103. Atlanta Hawks hafði yfirhöndina gegn Charlotte Hornets í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 32-23, Atlanta-liðinu í vil. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsherbergja hafði Atlanta átta stiga forskot, staðan 60-52. Heimamenn í Atlanta tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skoruðu 42 stig gegn 24 stigum gestanna. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að klára leikinn, en lokatölur urðu 132-103, Atlanta Hawks í vil. Trae Young var atkvæðamestur í liði Atlanta með tvöfalda tvennu, en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. LaMelo Ball dró vagninn fyrir Charlotte og skoraði 26 stig. Atlanta Hawks mætir Cleveland Cavaliers í nótt í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur mætir svo Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young dimed out 11 assists leading the @ATLHawks to the win. They advance to play the Cavs for the 8th seed in the East!Trae Young: 24 PTS, 11 ASTClint Capela: 15 PTS, 17 REB, 2 STL, 3 BLKHAWKS vs. CAVS Friday, April 15th at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/F8vBSW2JX1— NBA (@NBA) April 14, 2022 Leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs bauð upp á örlítið meiri spennu, en lið New Orelans hafði þó yfirhöndina stærstan hluta leiksins. Þeir leiddu með 11 stigum þegar flautað var til hálfleiks og munurinn var svo kominn í 17 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir í San Antonio Spurs náðu að klóra aðeins í bakkann, en það var of lítið og of seint og niðurstaðan varð tíu stiga sigur Pelicans, 113-103. CJ McCollum var stigahæstur í liði Pelicans með 32 stig, en þar af skoraði hann 27 í fyrri hálfleik. Devin Vassell var atkvæðamestur í liði Spurs með 23 stig. New Orleans Pelicans mætir því Los Angeles Clippers í nótt í úrslitaleik um seinasta lausa sætir í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Sigurliðið mætir svo Phoenix Suns í átta liða úrslitum. CJ was a PERFECT 7/7 FGM in Q2 on his way to a 27-point first-half. The @PelicansNBA advance in the #MetaQuestPlayIn to face the Clippers for the 8th seed in the West! #WBD CJ: 32 PTS, 6 REB, 7 AST Ingram: 27 PTS, 5 REB, 5 ASTNOP vs LAC Friday, April 15th at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/kahmbfh2Jk— NBA (@NBA) April 14, 2022 NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Atlanta Hawks hafði yfirhöndina gegn Charlotte Hornets í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 32-23, Atlanta-liðinu í vil. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsherbergja hafði Atlanta átta stiga forskot, staðan 60-52. Heimamenn í Atlanta tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skoruðu 42 stig gegn 24 stigum gestanna. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að klára leikinn, en lokatölur urðu 132-103, Atlanta Hawks í vil. Trae Young var atkvæðamestur í liði Atlanta með tvöfalda tvennu, en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. LaMelo Ball dró vagninn fyrir Charlotte og skoraði 26 stig. Atlanta Hawks mætir Cleveland Cavaliers í nótt í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur mætir svo Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young dimed out 11 assists leading the @ATLHawks to the win. They advance to play the Cavs for the 8th seed in the East!Trae Young: 24 PTS, 11 ASTClint Capela: 15 PTS, 17 REB, 2 STL, 3 BLKHAWKS vs. CAVS Friday, April 15th at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/F8vBSW2JX1— NBA (@NBA) April 14, 2022 Leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs bauð upp á örlítið meiri spennu, en lið New Orelans hafði þó yfirhöndina stærstan hluta leiksins. Þeir leiddu með 11 stigum þegar flautað var til hálfleiks og munurinn var svo kominn í 17 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir í San Antonio Spurs náðu að klóra aðeins í bakkann, en það var of lítið og of seint og niðurstaðan varð tíu stiga sigur Pelicans, 113-103. CJ McCollum var stigahæstur í liði Pelicans með 32 stig, en þar af skoraði hann 27 í fyrri hálfleik. Devin Vassell var atkvæðamestur í liði Spurs með 23 stig. New Orleans Pelicans mætir því Los Angeles Clippers í nótt í úrslitaleik um seinasta lausa sætir í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Sigurliðið mætir svo Phoenix Suns í átta liða úrslitum. CJ was a PERFECT 7/7 FGM in Q2 on his way to a 27-point first-half. The @PelicansNBA advance in the #MetaQuestPlayIn to face the Clippers for the 8th seed in the West! #WBD CJ: 32 PTS, 6 REB, 7 AST Ingram: 27 PTS, 5 REB, 5 ASTNOP vs LAC Friday, April 15th at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/kahmbfh2Jk— NBA (@NBA) April 14, 2022
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira