Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 22:40 Rússnesk yfirvöld staðfestu fyrst í gærkvöldi að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum í kjölfar eldsvoða. CC BY 4.0/Mil.ru Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. Rússar og Úkraínumenn deila um aðdragandann en Rússar segja að eldur hafi kviknað um borð og tekist að flytja áhöfnina á brott án manntjóns. Úkraínski herinn fullyrðir aftur á móti að skipið hafi orðið fyrir tveimur Neptune-flugskeytum í gærkvöldi með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum og verið í togi á leið til Sevastopol á Krímskaga þegar það sökk. Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að skipið hafi orðið óstöðugt í stormi og sokkið vegna skemmda á skipsskrokknum eftir að eldur barst í skotfærageymslu þess með tilheyrandi sprengingu. Móralskur sigur fyrir Úkraínu Rússneski sjóherinn á einungis tvö önnur sambærileg orustuskip í flota sínum. Moskva var smíðuð í Úkraínu og tekin í notkun á níunda áratugnum. Hún hefur verið öflugasta skip Rússa í Svartahafinu; 186 metra löng, 12.500 tonn og áhöfn hennar telur 510 manns. Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn. Þetta muni jafnframt líklega verða þess valdandi að önnur skip rússneska flotans þurfi að koma sér fyrir fjær landi af öryggisástæðum. Illia Ponomarenko, blaðamaður hjá The Kyiv Independent, segir að þetta sé fyrsta flaggskipið sem Rússar missi frá því að þeir háðu stríð við Japana á árunum 1904 til 1905. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Rússar og Úkraínumenn deila um aðdragandann en Rússar segja að eldur hafi kviknað um borð og tekist að flytja áhöfnina á brott án manntjóns. Úkraínski herinn fullyrðir aftur á móti að skipið hafi orðið fyrir tveimur Neptune-flugskeytum í gærkvöldi með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum og verið í togi á leið til Sevastopol á Krímskaga þegar það sökk. Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að skipið hafi orðið óstöðugt í stormi og sokkið vegna skemmda á skipsskrokknum eftir að eldur barst í skotfærageymslu þess með tilheyrandi sprengingu. Móralskur sigur fyrir Úkraínu Rússneski sjóherinn á einungis tvö önnur sambærileg orustuskip í flota sínum. Moskva var smíðuð í Úkraínu og tekin í notkun á níunda áratugnum. Hún hefur verið öflugasta skip Rússa í Svartahafinu; 186 metra löng, 12.500 tonn og áhöfn hennar telur 510 manns. Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn. Þetta muni jafnframt líklega verða þess valdandi að önnur skip rússneska flotans þurfi að koma sér fyrir fjær landi af öryggisástæðum. Illia Ponomarenko, blaðamaður hjá The Kyiv Independent, segir að þetta sé fyrsta flaggskipið sem Rússar missi frá því að þeir háðu stríð við Japana á árunum 1904 til 1905.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira