Hawks og Pelicans seinustu liðin inn í úrslitakeppnina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 09:31 Trae Young fór fyrir liði sínu er Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Todd Kirkland/Getty Images Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans urðu í nótt seinustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Atlanta Hawks heimsótti Cleveland Cavaliers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í nótt. Heimamenn í Cleveland reyndust sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 61-51. Gestirnir mættu þó hungraðir til leiks í síðari hálfleik og unnu fljótt upp forskot Cleveland-liðsins. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn 84-84 og gestirnir í miklum gír. Þeir reyndust svo sterkari í lokaleikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 107-101. Gestirnir geta helst þakkað góðu framlagi Trae Young fyrir sigurinn. Hann skoraði 38 stig í nótt, og þar af setti hann niður 32 í síðari hálfleik. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atlanta Hawks er því komið í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young ERUPTED for 32 PTS in the 2nd half to lead the @ATLHawks to the win to advance to the #NBAPlayoffs as the #8 seed!Trae Young: 38 PTS, 9 AST, 4 3PMBogey: 19 PTS, 5 REB, 3 STL#8 ATL vs #1 MIA Sunday, 1:00pm/et on TNT pic.twitter.com/5aryhF4PRs— NBA (@NBA) April 16, 2022 Í úrslitaleik Vesturdeildarinnar um sæti í úrslitakeppninni mættust Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. Gestirnir frá New Orleans höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Los Angeles Clippers voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og settu á svið sýningu í þriðja leikhluta. Liðið setti niður 38 stig gegn aðeins 18 stigum gestanna og heimamenn voru því allt í einu komnir með tíu stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir létu þennan slæma kafla ekki slá sig út af laginu. Þeir snéru taflinu við á nýjan leik og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 105-101. Brandon Ingram dró vagninn fyrir Pelicans-liðið og skoraði 30 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Los Angeles Clippers voru það þeir Marcus Morris Sr. og Reggie Jackson sem voru atkvæðamestir með 27 stig hvor. New Orelans Pelicans er því á leið í úrslitakeppnina, en liðið á ærið verkefni fyrir höndum þar sem besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, verður andsætðingur þeirra. Brandon Ingram poured in 30 points to lift the @PelicansNBA to the win and advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Brandon Ingram: 30 PTS, 6 REB, 6 ASTLarry Nance Jr: 14 PTS, 16 REB, 4 ASTTrey Murphy: 14 PTS, 4 3PM#8 NOP vs #1 PHXSun. April 17th 9pm/et on TNT pic.twitter.com/7H6KZBwgIw— NBA (@NBA) April 16, 2022 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Atlanta Hawks heimsótti Cleveland Cavaliers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í nótt. Heimamenn í Cleveland reyndust sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 61-51. Gestirnir mættu þó hungraðir til leiks í síðari hálfleik og unnu fljótt upp forskot Cleveland-liðsins. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn 84-84 og gestirnir í miklum gír. Þeir reyndust svo sterkari í lokaleikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 107-101. Gestirnir geta helst þakkað góðu framlagi Trae Young fyrir sigurinn. Hann skoraði 38 stig í nótt, og þar af setti hann niður 32 í síðari hálfleik. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atlanta Hawks er því komið í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young ERUPTED for 32 PTS in the 2nd half to lead the @ATLHawks to the win to advance to the #NBAPlayoffs as the #8 seed!Trae Young: 38 PTS, 9 AST, 4 3PMBogey: 19 PTS, 5 REB, 3 STL#8 ATL vs #1 MIA Sunday, 1:00pm/et on TNT pic.twitter.com/5aryhF4PRs— NBA (@NBA) April 16, 2022 Í úrslitaleik Vesturdeildarinnar um sæti í úrslitakeppninni mættust Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. Gestirnir frá New Orleans höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Los Angeles Clippers voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og settu á svið sýningu í þriðja leikhluta. Liðið setti niður 38 stig gegn aðeins 18 stigum gestanna og heimamenn voru því allt í einu komnir með tíu stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir létu þennan slæma kafla ekki slá sig út af laginu. Þeir snéru taflinu við á nýjan leik og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 105-101. Brandon Ingram dró vagninn fyrir Pelicans-liðið og skoraði 30 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Los Angeles Clippers voru það þeir Marcus Morris Sr. og Reggie Jackson sem voru atkvæðamestir með 27 stig hvor. New Orelans Pelicans er því á leið í úrslitakeppnina, en liðið á ærið verkefni fyrir höndum þar sem besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, verður andsætðingur þeirra. Brandon Ingram poured in 30 points to lift the @PelicansNBA to the win and advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Brandon Ingram: 30 PTS, 6 REB, 6 ASTLarry Nance Jr: 14 PTS, 16 REB, 4 ASTTrey Murphy: 14 PTS, 4 3PM#8 NOP vs #1 PHXSun. April 17th 9pm/et on TNT pic.twitter.com/7H6KZBwgIw— NBA (@NBA) April 16, 2022
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira