Leitar eftir aðilum til að reisa, fjármagna og reka Ölfusárbrú Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2022 07:57 Brúin verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, með brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Vegagerðin Vegagerðin hefur hafið útboðsferli nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd með auglýsingu eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til allt að þrjátíu ára. Gert ráð fyrir að mótframlag ríkisins verði um það bil helmingur kostnaðar. Hinn helminginn greiða vegfarendur með brúartolli. Vegamálastjóri nefndi á kynningarfundi á Selfossi í febrúar að gjaldið gæti orðið í kringum 400 krónur fyrir hverja ferð en einnig hafa birst tölur upp í 500 til 700 krónur. Bæjarstjóri Árborgar óskar þess hins vegar að gjaldið verði í kringum 100 krónur, ef hann ætti að nota brúna í sínu daglega lífi. Nýja brúin yfir Ölfusárbrú verður á Efri Laugdælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan við ána sést hvar verktakar eru byrjaðir að keyra efni í vegtenginguna frá Biskupstungnabraut.Arnar Halldórsson Brúarsmíðin gæti hafist á fyrri hluta næsta árs. Færa á hringveginn norður fyrir þéttbýlið á Selfossi með smíði 330 metra langrar brúar á Ölfusá um Efri-Laugardælaeyju ásamt gerð nýs 3,7 kílómetra langs vegar. Ennfremur verður um einn kílómetri lagður af öðrum tveggja akreina vegum, vegamót gerð austan Selfoss og þrenn undirgöng verða undir hringveginn, ein fyrir bíla og gangandi og tvenn undirgöng fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn. Tekið er fram í auglýsingunni að væntanleg útboð geta verið fyrir verkefnið í heild sinni eða sem útboð um einstaka þætti, svo sem alútboð með hönnun og framkvæmd, útboð um fjármögnun og útboð um rekstur og viðhald. Athygli er vakin á því að einungis er um að ræða beiðni um upplýsingar sem Vegagerðin mun nýta til undirbúnings útboðs og gerðar útboðsgagna. Svona mun brúin líta út, séð frá golfvelli Selfyssinga að Laugardælum. Brúarstöpullinn verður um sextíu metra hár.Vegagerðin Þannig felur skráning ekki í sér skuldbindingu um þátttöku í útboði á síðari stigum. Ákvörðun um að skila ekki inn upplýsingum á þessu stigi útilokar heldur ekki þátttöku í útboði þegar það verður auglýst. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudaginn 3.maí næstkomandi. Þetta er þriðja verkið sem auglýst er á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir en áður voru Hornafjarðarfljót og Axarvegur komin í útboðsferli. Útboð nýs hringvegar um Hornafjörð gekk hins vegar ekki betur en svo að Vegagerðin hefur neyðst til endurtaka útboðið með breyttu sniði þar sem tilboð sem bárust í upphaflegu útboði reyndust hátt yfir kostnaðaráætlun. Frétt Stöðvar 2 um verkefnin frá því í febrúar má sjá hér: Frétt Stöðvar 2 um höfnun tilboða í Hornafjarðarfljót má sjá hér: Ný Ölfusárbrú Vegtollar Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Tengdar fréttir Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 16. apríl 2022 05:47 100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfusárbrú? Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur. 20. febrúar 2022 21:30 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gert ráð fyrir að mótframlag ríkisins verði um það bil helmingur kostnaðar. Hinn helminginn greiða vegfarendur með brúartolli. Vegamálastjóri nefndi á kynningarfundi á Selfossi í febrúar að gjaldið gæti orðið í kringum 400 krónur fyrir hverja ferð en einnig hafa birst tölur upp í 500 til 700 krónur. Bæjarstjóri Árborgar óskar þess hins vegar að gjaldið verði í kringum 100 krónur, ef hann ætti að nota brúna í sínu daglega lífi. Nýja brúin yfir Ölfusárbrú verður á Efri Laugdælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan við ána sést hvar verktakar eru byrjaðir að keyra efni í vegtenginguna frá Biskupstungnabraut.Arnar Halldórsson Brúarsmíðin gæti hafist á fyrri hluta næsta árs. Færa á hringveginn norður fyrir þéttbýlið á Selfossi með smíði 330 metra langrar brúar á Ölfusá um Efri-Laugardælaeyju ásamt gerð nýs 3,7 kílómetra langs vegar. Ennfremur verður um einn kílómetri lagður af öðrum tveggja akreina vegum, vegamót gerð austan Selfoss og þrenn undirgöng verða undir hringveginn, ein fyrir bíla og gangandi og tvenn undirgöng fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn. Tekið er fram í auglýsingunni að væntanleg útboð geta verið fyrir verkefnið í heild sinni eða sem útboð um einstaka þætti, svo sem alútboð með hönnun og framkvæmd, útboð um fjármögnun og útboð um rekstur og viðhald. Athygli er vakin á því að einungis er um að ræða beiðni um upplýsingar sem Vegagerðin mun nýta til undirbúnings útboðs og gerðar útboðsgagna. Svona mun brúin líta út, séð frá golfvelli Selfyssinga að Laugardælum. Brúarstöpullinn verður um sextíu metra hár.Vegagerðin Þannig felur skráning ekki í sér skuldbindingu um þátttöku í útboði á síðari stigum. Ákvörðun um að skila ekki inn upplýsingum á þessu stigi útilokar heldur ekki þátttöku í útboði þegar það verður auglýst. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudaginn 3.maí næstkomandi. Þetta er þriðja verkið sem auglýst er á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir en áður voru Hornafjarðarfljót og Axarvegur komin í útboðsferli. Útboð nýs hringvegar um Hornafjörð gekk hins vegar ekki betur en svo að Vegagerðin hefur neyðst til endurtaka útboðið með breyttu sniði þar sem tilboð sem bárust í upphaflegu útboði reyndust hátt yfir kostnaðaráætlun. Frétt Stöðvar 2 um verkefnin frá því í febrúar má sjá hér: Frétt Stöðvar 2 um höfnun tilboða í Hornafjarðarfljót má sjá hér:
Ný Ölfusárbrú Vegtollar Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Tengdar fréttir Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 16. apríl 2022 05:47 100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfusárbrú? Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur. 20. febrúar 2022 21:30 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 16. apríl 2022 05:47
100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfusárbrú? Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur. 20. febrúar 2022 21:30
Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05