Boris biðst afsökunar á partýstandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 16:25 Boris Johnson forsætisráðherra var sektaður í seinustu viku eftir að hafa verið gestur í samkvæmum sem fóru í bága við sóttvarnalög. AP/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54