Gagnrýni Söru á mótshaldara EM vekur heimsathygli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 10:00 Söru Björk Gunnarsdóttur finnst óskiljanlegt að leikir Íslands á EM fari ekki fram á stærri leikvöngum. epa/Tibor Illyes Gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á mótshaldara EM 2022 hefur vakið heimsathygli. Hún er afar ósátt við að tveir leikir Íslands á mótinu fari fram á akademíuleikvangi Manchester City. Sara var gestur í hlaðvarpsþættinum Their Pitch þar sem hún ræddi meðal annars um vellina sem hýsa leikina í riðli Íslands á EM. Tveir leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi City og einn á heimavelli Rotherham United. Akademíuleikvangur City tekur aðeins 4.700 manns í sæti og langt er síðan seldist upp á báða leiki Íslands þar á EM. Völlurinn í Rotherham tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í valinu á keppnisvöllunum og skilur ekki af hverju leikirnir fari ekki fram á stærri leikvöngum í takt eins og þróunin er í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara sem telur að allt að tuttugu þúsund íslenskir áhorfendur væru tilbúnir að koma á leikina á EM. Sara er langfrægasta fótboltakona Íslands og hefur verið ein fremsta fótboltakona heims undanfarin ár. Gagnrýni hennar á valinu á keppnisvöllum á EM hefur því vakið mikla athygli. Meðal miðla sem hafa fjallað um ummæli hennar í Their Pitch eru BBC, The Guardian, The Telegraph og The Athletic. Iceland midfielder Sara Bjork Gunnarsdottir has criticised the venues for some of this summer's European Championship games.Her side play at the 4,700 capacity Manchester City Academy Stadium, which she says is "disrespectful towards women's football".More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 19, 2022 It s shocking. You have so many stadiums, and we have a training ground. It s just embarrassing. Iceland s Sara Björk Gunnarsdóttir has branded the use of the Manchester City Academy Stadium for a Euro 2022 venue as disrespectful to women s football https://t.co/mG8VWqhEvS— Guardian sport (@guardian_sport) April 20, 2022 Is the Academy Stadium too small for #WEURO2022 games? Iceland's Lyon star Sara Bjork Gunnarsdottir says it's "disrespectful to women's football" that it's a host venue. Iceland's games there are full. Meanwhile, Old Trafford down the road is sold out too https://t.co/j7HlhWd17K— Tom Garry (@TomJGarry) April 19, 2022 The FA s decision to host Women s European Championship games at #MCFC s Academy Stadium has been labelled disrespectful towards women s football by Iceland international Sara Bjork Gunnarsdottir... #WEURO2022https://t.co/FeeZ4Ht2O7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 19, 2022 Akademíuvöllurinn í Manchester, sem er líka heimavöllur kvennaliðs City, er minnsti leikvangurinn á EM. Þar á eftir koma völlurinn í Rotherham og Leigh Sports Village í Leigh. Ef Ísland lendir í 2. sæti riðilsins leikur það í Leigh í átta liða úrslitunum. Ef Ísland vinnur riðilinn leikur það í Rotherham í átta liða úrslitunum. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót. Hún sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM og kom við sögu í þeim báðum. Ísland fékk sex stig út úr leikjunum og er því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn í undankeppninni. Ef Ísland fær fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni kemst liðið á HM í fyrsta sinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Sara var gestur í hlaðvarpsþættinum Their Pitch þar sem hún ræddi meðal annars um vellina sem hýsa leikina í riðli Íslands á EM. Tveir leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi City og einn á heimavelli Rotherham United. Akademíuleikvangur City tekur aðeins 4.700 manns í sæti og langt er síðan seldist upp á báða leiki Íslands þar á EM. Völlurinn í Rotherham tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í valinu á keppnisvöllunum og skilur ekki af hverju leikirnir fari ekki fram á stærri leikvöngum í takt eins og þróunin er í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara sem telur að allt að tuttugu þúsund íslenskir áhorfendur væru tilbúnir að koma á leikina á EM. Sara er langfrægasta fótboltakona Íslands og hefur verið ein fremsta fótboltakona heims undanfarin ár. Gagnrýni hennar á valinu á keppnisvöllum á EM hefur því vakið mikla athygli. Meðal miðla sem hafa fjallað um ummæli hennar í Their Pitch eru BBC, The Guardian, The Telegraph og The Athletic. Iceland midfielder Sara Bjork Gunnarsdottir has criticised the venues for some of this summer's European Championship games.Her side play at the 4,700 capacity Manchester City Academy Stadium, which she says is "disrespectful towards women's football".More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 19, 2022 It s shocking. You have so many stadiums, and we have a training ground. It s just embarrassing. Iceland s Sara Björk Gunnarsdóttir has branded the use of the Manchester City Academy Stadium for a Euro 2022 venue as disrespectful to women s football https://t.co/mG8VWqhEvS— Guardian sport (@guardian_sport) April 20, 2022 Is the Academy Stadium too small for #WEURO2022 games? Iceland's Lyon star Sara Bjork Gunnarsdottir says it's "disrespectful to women's football" that it's a host venue. Iceland's games there are full. Meanwhile, Old Trafford down the road is sold out too https://t.co/j7HlhWd17K— Tom Garry (@TomJGarry) April 19, 2022 The FA s decision to host Women s European Championship games at #MCFC s Academy Stadium has been labelled disrespectful towards women s football by Iceland international Sara Bjork Gunnarsdottir... #WEURO2022https://t.co/FeeZ4Ht2O7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 19, 2022 Akademíuvöllurinn í Manchester, sem er líka heimavöllur kvennaliðs City, er minnsti leikvangurinn á EM. Þar á eftir koma völlurinn í Rotherham og Leigh Sports Village í Leigh. Ef Ísland lendir í 2. sæti riðilsins leikur það í Leigh í átta liða úrslitunum. Ef Ísland vinnur riðilinn leikur það í Rotherham í átta liða úrslitunum. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót. Hún sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM og kom við sögu í þeim báðum. Ísland fékk sex stig út úr leikjunum og er því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn í undankeppninni. Ef Ísland fær fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni kemst liðið á HM í fyrsta sinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira