Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Söru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 12:31 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger í leik Íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli 2019. Vísir/Vilhelm Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins og leikjahæsti leikmaður í sögu þess, tekur undir gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur val mótshaldara á EM 2022 á keppnisvöllum á mótinu. Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti. EM 2022 í Englandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira