Segir heildarniðurstöðu sölunnar vera prýðilega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2022 13:02 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra játar að bera pólitíska ábyrgð á nýafstaðinni sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en segist þrátt fyrir allt vera þokkalega sáttur við hvernig til tókst. Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira