Röng yfirlýsing ríkisstjórnar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. apríl 2022 11:31 Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Gallinn við þessa setningu er sá að hún er röng. Að morgni 19. apríl hafði ríkisstjórnin ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut um bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að funda til að geta ákveðið eitthvað. Þegar yfirlýsingin birtist voru liðnir ellefu dagar frá síðasta fundi og þar voru málefni Bankasýslunnar ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa. Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur. Við hljótum líka að vera sammála um að það er talsvert mikill þungi í því að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið eitthvað. Það er meira vægi og formfesta í því en að segja að þrír einstaklingar hafi tiltekna skoðun, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Það gilda skýrar reglur um ríkisstjórnarfundi og þær má lesa á vef stjórnarráðsins. Þar er skýrt tekið fram að „mikilvæg stjórnarmálefni“ skuli taka fyrir á fundum. Þar segir að til mikilvægra stjórnarmálefna teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Nú hefur það sýnt sig að það getur verið talsvert flókið að lesa eitthvað rökrænt samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. En ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta. Svona ákvarðanataka er ekki boðleg hjá æðstu stjórn ríkisins. Bæði vegna þess að um mikilvægt stjórnarmálefni er að ræða og ekki síður í ljósi forsögu þessa einstaka máls. Einstaka ráðherrar hefðu þá getað viðrað sína skoðun og afstöðu – jafnvel andstöðu – í stað þess að gera það í fjölmiðlum þegar allt er um garð gengið. Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl. Þetta er svo sannarlega engin tittlingaskítur eða óþarfa formalismi. Formfesta í ákvörðunum ríkisstjórnar skiptir öllu máli. Spyrjið bara Geir H Haarde. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Gallinn við þessa setningu er sá að hún er röng. Að morgni 19. apríl hafði ríkisstjórnin ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut um bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að funda til að geta ákveðið eitthvað. Þegar yfirlýsingin birtist voru liðnir ellefu dagar frá síðasta fundi og þar voru málefni Bankasýslunnar ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa. Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur. Við hljótum líka að vera sammála um að það er talsvert mikill þungi í því að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið eitthvað. Það er meira vægi og formfesta í því en að segja að þrír einstaklingar hafi tiltekna skoðun, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Það gilda skýrar reglur um ríkisstjórnarfundi og þær má lesa á vef stjórnarráðsins. Þar er skýrt tekið fram að „mikilvæg stjórnarmálefni“ skuli taka fyrir á fundum. Þar segir að til mikilvægra stjórnarmálefna teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Nú hefur það sýnt sig að það getur verið talsvert flókið að lesa eitthvað rökrænt samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. En ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta. Svona ákvarðanataka er ekki boðleg hjá æðstu stjórn ríkisins. Bæði vegna þess að um mikilvægt stjórnarmálefni er að ræða og ekki síður í ljósi forsögu þessa einstaka máls. Einstaka ráðherrar hefðu þá getað viðrað sína skoðun og afstöðu – jafnvel andstöðu – í stað þess að gera það í fjölmiðlum þegar allt er um garð gengið. Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl. Þetta er svo sannarlega engin tittlingaskítur eða óþarfa formalismi. Formfesta í ákvörðunum ríkisstjórnar skiptir öllu máli. Spyrjið bara Geir H Haarde. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar