Í kvöld vann liðið sinn þriðja sigur í röð þegar þeir unnu útisigur á Rio Breogan, 82-85, í hörkuleik.
Tryggvi spilaði aðeins rúmar tólf mínútur í leiknum og skoraði þrjú stig auk þess að taka tvö fráköst.
Zaragoza var komið í fallsæti fyrir þremur umferðum síðan en hafa laglega spyrnt sér frá botninum og eru nú komnir upp í 13.sæti af átján liðum en fallbaráttan er mjög jöfn og enn eru aðeins tvö stig niður í fallsæti.