Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 12:29 Kjörstaðir í Frakklandi loka klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum fljótlega eftir það. getty/hong wu Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins. Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun. Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira