Klikkaði á öllum skotunum sínum en breytti samt leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 14:01 Viðar Ágútsson þarf ekki að skora til að hafa mikil áhrif á leikina. Það sýndi hann í gær. Vísir/Bára Dröfn Viðar Ágústsson átti mikinn þátt í sigri Tindastólsmanna í leik tvö á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær þrátt fyrir að hafa ekki skorað eitt einasta stig í leiknum. Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins. Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira