Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2022 14:22 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“ Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00
Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00
Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31