„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 17:01 Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var harðorð í garð ríkisstjórnarinnar vegna stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. „Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í íslensku menntakerfi. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ Að þessu spurði Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í umræðu á Alþingi í dag. Fjórum kennurum Garðyrkjuskólans var í gær sagt upp störfum og segja þingmenn nemendur og starfsmenn í algerri óvissu fyrir komandi skólaár. Lilja Alfreðsdóttir tilkynnti í byrjun síðasta árs að færa til starfsmenntanáms í garðyrkju við Landbúnaðarháskólann á Reykjum í Ölfusi undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg. Lilja deildi til að mynda um tilfærsluna við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna og fyrrverandi formann Sambands garðyrkjubænda, sem endaði í óheppilegu atviki á Búnaðarþingi þar sem Lilja hafnaði faðmlagi Gunnars. Segir allt í uppnámi fyrir næsta skólaár Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu vakti athygli á stöðu Garðyrkjuskólans á þingi í dag og nefndi þar meðal annars að húsakynni skólans væru í mikilli niðurníðslu. „Húsunum hefur verið leyft að drabbast niður og nú er svo komið að umtalsverðra fjármuna er þörf til að bæta þar úr og það blasir við að það þarf að gera það,“ sagði Oddný. „Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að færa Garðyrkjuskólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands en það gleymdist að flytja fjármuni til FSU og gera stjórnendum þar fært að taka við rekstrinum. Nú er allt í uppnámi fyrir næsta skólaár.“ Allir þingmenn utan Framsóknar hafi hvatt til sjálfstæðis skólans Oddný sagði að vegna deilna milli ráðuneyta um hver ætti að gera hvað stæðu starfsmenn eftir með uppsagnarbréf í höndunum og svikin loforð ráðherra. Hún beindi þar næst spurningu að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er stjórnarþingmaður og þingmaður kjördæmisins, og spurði hvers vegna svo væri komið. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Í gær var fjórum kennurum garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi sagt upp störfum. Þar var kastað fyrir róða 155 ára starfsreynslu í garðyrkju og skógrækt. 69 ára starfsreynsla við Garðyrkjuskólann er ekki meira metin en þetta. 120 nemendur eru í óvissu,“ sagði Guðrún. „Allir þingmenn Suðurkjördæmis hafa sett sig vel inn í málið og standa einhuga að baki skólanum og sem merki um það lögðu allir þingmenn Suðurkjördæmis, utan Framsóknar, fram þingsályktunartillögu um sjálfstæði skólans.“ Hún segir nauðsynlegt að renna styrkum stoðum undir Garðyrkjuskólann sem sjálfseignarstofnun með þjónustusamning við ríkið. „Við megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi sé að líða undir lok.“ Alþingi Suðurkjördæmi Garðyrkja Háskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
„Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í íslensku menntakerfi. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ Að þessu spurði Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í umræðu á Alþingi í dag. Fjórum kennurum Garðyrkjuskólans var í gær sagt upp störfum og segja þingmenn nemendur og starfsmenn í algerri óvissu fyrir komandi skólaár. Lilja Alfreðsdóttir tilkynnti í byrjun síðasta árs að færa til starfsmenntanáms í garðyrkju við Landbúnaðarháskólann á Reykjum í Ölfusi undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg. Lilja deildi til að mynda um tilfærsluna við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna og fyrrverandi formann Sambands garðyrkjubænda, sem endaði í óheppilegu atviki á Búnaðarþingi þar sem Lilja hafnaði faðmlagi Gunnars. Segir allt í uppnámi fyrir næsta skólaár Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu vakti athygli á stöðu Garðyrkjuskólans á þingi í dag og nefndi þar meðal annars að húsakynni skólans væru í mikilli niðurníðslu. „Húsunum hefur verið leyft að drabbast niður og nú er svo komið að umtalsverðra fjármuna er þörf til að bæta þar úr og það blasir við að það þarf að gera það,“ sagði Oddný. „Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að færa Garðyrkjuskólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands en það gleymdist að flytja fjármuni til FSU og gera stjórnendum þar fært að taka við rekstrinum. Nú er allt í uppnámi fyrir næsta skólaár.“ Allir þingmenn utan Framsóknar hafi hvatt til sjálfstæðis skólans Oddný sagði að vegna deilna milli ráðuneyta um hver ætti að gera hvað stæðu starfsmenn eftir með uppsagnarbréf í höndunum og svikin loforð ráðherra. Hún beindi þar næst spurningu að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er stjórnarþingmaður og þingmaður kjördæmisins, og spurði hvers vegna svo væri komið. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Í gær var fjórum kennurum garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi sagt upp störfum. Þar var kastað fyrir róða 155 ára starfsreynslu í garðyrkju og skógrækt. 69 ára starfsreynsla við Garðyrkjuskólann er ekki meira metin en þetta. 120 nemendur eru í óvissu,“ sagði Guðrún. „Allir þingmenn Suðurkjördæmis hafa sett sig vel inn í málið og standa einhuga að baki skólanum og sem merki um það lögðu allir þingmenn Suðurkjördæmis, utan Framsóknar, fram þingsályktunartillögu um sjálfstæði skólans.“ Hún segir nauðsynlegt að renna styrkum stoðum undir Garðyrkjuskólann sem sjálfseignarstofnun með þjónustusamning við ríkið. „Við megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi sé að líða undir lok.“
Alþingi Suðurkjördæmi Garðyrkja Háskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55
Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04