Ein sú besta snéri óvænt aftur fertug eftir sex ára fjarveru frá körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 14:30 Lauren Jackson lék lengi með ástralska landsliðinu og nú vilja sumir sjá hana spila aftur með landsliðinu á fimmtugsaldri. Getty/Stefan Postles Lauren Jackson var þrisvar sinnum kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar á sínum tíma og vann fjölda titla á sínum ferli, bæði í WNBA sem og heima í áströlsku deildinni. Flestir héldu þó að þeir væri búnir að sjá það síðasta frá leikmanninum Lauren Jackson. Annað hefur komið á daginn. Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008. Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008.
Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira