Meirihlutinn heldur velli og Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá samkvæmt nýrri könnun Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 28. apríl 2022 07:48 Þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta – það er Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn – fá samkvæmt könnuninni 52,2 prósent og tólf af 23 borgarfulltrúum. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli í nýrri könnun Fréttablaðsins sem Prósent framkvæmdi fyrir blaðið. Þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta – það er Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn – fá 52,2 prósent og tólf af 23 borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn bíður hins vegar afhroð í könnuninni og mælist aðeins með 19,4 prósent og hefur ekki mælst lægri allt kjörtímabilið en hann fékk rúm þrjátíu prósent í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna af úrslitin yrðu á þennan veg en hefur átta fulltrúa í dag. Framsóknarflokkurinn er hins vegar á siglingu og nær inn þremur mönnum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Sósíalistar bæta einnig töluverðu við sig og ná tveimur mönnum í borgarstjórn. Flokkurinn náði einum manni inn síðast. Samfylkingin er samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn í borginni en missir þó nokkuð fylgi frá kosningum og missir einn mann. Píratar bæta hins vegar verulega við sig frá síðustu kosningum og bæta við sig einum manni. Vinstri græn standa í stað og halda sínum eina manni með 6,3 prósent atkvæða en Viðreisn dalar heldur frá síðustu kosningum og missir annan sinna manna með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist yfir kjörfylgi sínu og heldur sínum borgarfulltrúa og eins og undanfarið mælist Miðflokkurinn ekki með mann inni í borgarstjórn. Þrettán prósent vilja Einar sem næsta borgarstjóra Í könnuninni var einnig spurt hvern fólk myndi helst vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Þar sögðust 30 prósent aðspurðra vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram gegna embættinu. Nítján prósent sögðust vilja sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita á lista Sjálfstæðismanna, sem næsta borgarstjóra og þá sögðust þrettán prósent vilja sjá Einar Þorsteinsson, oddvita á lista Framsóknar, sem næsta borgarstjóra. Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Samfylkingin Píratar Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bíður hins vegar afhroð í könnuninni og mælist aðeins með 19,4 prósent og hefur ekki mælst lægri allt kjörtímabilið en hann fékk rúm þrjátíu prósent í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna af úrslitin yrðu á þennan veg en hefur átta fulltrúa í dag. Framsóknarflokkurinn er hins vegar á siglingu og nær inn þremur mönnum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Sósíalistar bæta einnig töluverðu við sig og ná tveimur mönnum í borgarstjórn. Flokkurinn náði einum manni inn síðast. Samfylkingin er samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn í borginni en missir þó nokkuð fylgi frá kosningum og missir einn mann. Píratar bæta hins vegar verulega við sig frá síðustu kosningum og bæta við sig einum manni. Vinstri græn standa í stað og halda sínum eina manni með 6,3 prósent atkvæða en Viðreisn dalar heldur frá síðustu kosningum og missir annan sinna manna með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist yfir kjörfylgi sínu og heldur sínum borgarfulltrúa og eins og undanfarið mælist Miðflokkurinn ekki með mann inni í borgarstjórn. Þrettán prósent vilja Einar sem næsta borgarstjóra Í könnuninni var einnig spurt hvern fólk myndi helst vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Þar sögðust 30 prósent aðspurðra vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram gegna embættinu. Nítján prósent sögðust vilja sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita á lista Sjálfstæðismanna, sem næsta borgarstjóra og þá sögðust þrettán prósent vilja sjá Einar Þorsteinsson, oddvita á lista Framsóknar, sem næsta borgarstjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Samfylkingin Píratar Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira