Lorenzo Pellegrini kom Rómverjum yfir gegn Leicester með góðu marki eftir 15 mínútna leik og sá til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Heimamenn í Leicester gáfust þó ekki upp og þeir jöfnuðu metin þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar Gianluca Mancini varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net.
Það reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Liðin fara því með jafna stöðu í síðari leikinn sem fram fer eftir viku í Róm.
We will head to Rome all square ⚖️#LeiRma #UECL pic.twitter.com/E4bRfIy895
— Leicester City (@LCFC) April 28, 2022
Í hinum undanúrslitaleik kvöldsins höfðu heimamenn í Feyenoord betur er liðið tók á móti Marseille. Cyriel Dessers og Luis Sinisterra komu heimamönnum í 2-0 snemma leiks áður en Ahmadou Bamba Dieng og Gerson jöfnuðu metin fyrir gestina áður en fyrri hálfleikur var úti.
Það var svo Cyriel Dessers sem skoraði þriðja mark heimamanna og tryggði þeim 3-2 sigur og Hollendingarnir fara því með forystu í síðari leikinn sem fram fer í Frakklandi að viku liðinni.