Skoðuðu fjórtán ábendingar sem sneru að formanni BHM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2022 11:01 Friðrik Jónsson tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Fjórtán ábendingar bárust til BHM vegna starfa hans í vetur. Ráðgjafafyrirtæki töldu að lokinni skoðun ekki tilefni til viðbragða. Aðsend Tvö ráðgjafafyrirtæki tóku til skoðunar fjórtán óformlegar ábendingar í vetur varðandi Friðrik Jónsson, formann BHM. Fyrirtækin töldu ekki tilefni til aðgerða vegna tilkynninganna. Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Stéttarfélög Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra.
Stéttarfélög Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira