Félag grunnskólakennara lagði sveitarfélögin í máli um veikindarétt félagsmanns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 15:29 Félagsdómur úrskurðaði að umræddur kennari ætti rétt á forfallalaunum í veikindum sínum. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara hafði betur í máli gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga í máli sem snýst um veikindarétt og ætlar sér að ná fram leiðréttingum handa þeim kennurum sem brotið var á. Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur. Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur.
Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira